Enski boltinn

Martinelli í fótspor Nicolas Anelka hjá Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gabriel Martinelli og Nicolas Anelka eru síðustu táningarnir sem hafa náð að skora tíu mörk á einni leiktíð með Arsenal.
Gabriel Martinelli og Nicolas Anelka eru síðustu táningarnir sem hafa náð að skora tíu mörk á einni leiktíð með Arsenal. Getty/SAMSETT

Átján ára Brasilíumaður er að eiga mjög athyglisvert fyrsta tímabil með enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal.

Gabriel Martinelli skoraði fyrra mark Arsenal í 2-2 jafnteflinu á móti Chelsea í gær en markið má segja gjörbreytti öllu fyrir hans lið.

Með markinu komst Gabriel Martinelli einnig í hóp með Nicolas Anelka. Þetta var nefnilega tíunda mark Martinelli í öllum keppnum á þessu tímabili. Hann skoraði það eftir sprett upp allan völlinn eftir að Chelsea missti boltann upp við mark Arsenal.



Gabriel Martinelli, sem er fæddur 18. júní 2001, kom til Arsenal frá brasilíska félaginu Ituano í júlí síðastliðnum.

Hann hefur skorað 3 mörk í 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni, 4 mörk í 2 leikjum í enska deildabikarnum og 3 mörk í 5 leikjum í Evrópudeildinni. Samtals gera þetta 10 mörk í 21 leik.

Frakkinn Nicolas Anelka er síðasti táningurinn sem náði því að skora tíu mörk fyrir Arsenal á einni leiktíð.



Nicolas Anelka skoraði 19 mörk í 46 leikjum í öllum keppnum tímabilið 1998-99 þar af 17 mörk í 35 deildarleikjum. Anelka var hélt þá upp á tvítugsafmælið sitt í mars á þessu tímabili.

Arsenel seldi Nicolas Anelka síðan til Real Madrid um sumarið en hann átti eftir að snúa aftur í ensku deildina og spila þar með Liverpool, Manchester City, Chelsea og West Bromwich Albion áður en ferli hans lauk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×