Enski boltinn

Kevin De Bruyne í sérflokki

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
De Bruyne í leiknum gegn Sheffield United fyrr í kvöld.
De Bruyne í leiknum gegn Sheffield United fyrr í kvöld.

Belginn Kevin De Bruyne er engum líkur. Stoðsending hans í sigurmarki Sergio Agüero var hans 15. á leiktíðinni. Er þaðí þriðja skipti
sem hann leggur upp 15 mörk eða fleiri á einni og sömu leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni. Enginn annar leikmaður í sögu deildarinnar hefur gert slíkt hið sama.

De Bruyne lagði upp sigurmarkið í sigrinum gegn Sheffield United í kvöld með góðri sendingu þvert fyrir mark Sheffield þar sem Agüero gat ekki annað en skorað.

Alls hefur City leikið 24 leiki í úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og ef De Bruyne spilar þá 14 sem eru eftir má reikna með að hann fari vel yfir 20 stoðsendingar á leiktíðinni. Ofan á þessar 15 stoðsendingar hefur De Bruyne skorað sjö mörk sjálfur.

Er þetta í þriðja sinn sem Belginn nær þessum áfanga en hann hefur mest lagt upp 18 mörk á einni og sömu leiktíðinni. Það var tímabilið 2016/2017. Reikna má með því að hann bæti þann fjölda á þessari lektíð.


Tengdar fréttir

Agüero kom City til bjargar | Ótrúleg endurkoma Newcastle á Goodison Park

Fimm af sex leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er nú lokið. Sergio Agüero tryggði Manchester City -1-0 sigur á Sheffield United. Moise Kean braut loks ísinn fyrir Everton sem komst í 2-0 gegn Newcastle United á heimavelli en gestirnir komu til baka og skoruðu tvívegis í uppbótartíma, lokatölur því 2-2 á Goodison Park. Þá unnu AFC Bournemouth og Aston Villa loks leik. Öll úrslit kvöldsins má finna í fréttinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.