Enski boltinn

Manchester United kært fyrir hegðun leikmanna í Liverpool leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fred nánast tæklaði dómarann í mótmælum sinum.
Fred nánast tæklaði dómarann í mótmælum sinum. Getty/Alex Dodd

Enska knattspyrnusambandið hefur kært framkomu leikmanna Manchester United í leik liðsins á móti Liverpool á Anfield um helgina.

Samkvæmt kæru enska sambandsins þá mistókst Manchester United að sjá til þess að leikmenn liðsins höguðu sér með sómasamlegum hætti í umræddum leik

Atvikið sem um ræðir er þegar leikmenn Manchester United réðust að Craig Pawson dómara, með markvörðinn David de Gea í fararbroddi, eftir að Roberto Firmino hélt að hann hefði komið Liverpool í 2-0.


Varsjáin dæmdi seinna markið af vegna brots Virgil van Dijk á markverðinum David de Gea í aðdraganda þess. Leikmenn Manchester United hópuðust þá að dómaranum en á meðan var atvikið skorað í Varsjánni.

David de Gea fékk gult spjald hjá fyrir sín mótmæli en spænski markvörðurinn var alveg trylltur.

Atvikið gerðist á 26. mínútu leiksins. Manchester United hefur til fimmtudagsins til að koma með athugasemdir við kæruna.

Liverpool vann leikinn á endanum 2-0 og er því með þrjátíu fleiri stig en Manchester United auk þess að eiga leik inni á erkifjendur sína.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.