Liverpool efst í kosningu Sky Sports á besta liðinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2020 13:30 Sadio Mané lyftir Meistaradeildarbikarnum en hann hefur verið magnaður síðasta árið. Getty/Matthias Hangst Það er aldrei auðvelt verkefni að bera saman lið frá mismunandi tímum en það kemur ekki í veg fyrir að menn láti vaða. Nýjasta dæmi er netkönnun Sky Sports. Sky Sports vildi fá að vita hvaða lið lesendur sínir töldu vera besta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það komu mörg frábær lið til greina en topplið dagsins í dag hafði betur gegn þeim öllum. 1st) Klopp's Liverpool 2nd) United's treble winners 3rd) Arsenal's Invincibles 4th) Man City's Centurionshttps://t.co/uDCGmRiFo3— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 21, 2020 Velgengni Liverpool liðsins á þessu tímabili er einstök en Evrópu- og heimsmeistarar félagsliða hafa unnið 21 af 22 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og markatalan er 52-14. Liverpool hefur reyndar ekki unnið enska meistaratitilinn enn en aðeins stórslys kemur í veg fyrir það. Liðið er með sextán stiga forskot og á einnig leik til góða á Manchester City sem er í öðru sæti. Manchester City hefur ekki náð að fylgja eftir tveimur frábærum tímabilum í röð og tapaði enn á ný stigum um helgina. 36 prósent lesenda Sky Sports völdu Liverpool liðið í dag sem var þremur prósentum á undan þrennuliði Manchester United frá 1998-99. Arsenal liðið tapaði ekki leik á 2003-04 tímabilinu en það dugði þó aðeins í þriðja sætið í þessari kosningu eins og sjá má hér fyrir neðan. Which is the greatest Premier League team?— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 20, 2020 Það var mjög góð þátttaka í kosningu Sky Sports en alls voru greidd yfir 307 þúsund atkvæði sem verður að teljast mjög gott. Þrenna Manchester United þegar liðið vann enska titilinn, enska bikarmeistaratitilinn og Meistaradeildina, var magnað afrek en liðið náði samt ekki að vinna 16 af 38 leikjum sínum og endaði aðeins einu stigi á undan Arsenal. Þrettán jafntefli og þrjú töp komu þó ekki í veg fyrir sigur í deildinni og vikan í lokin var mögnuð þar sem United tryggði sér alla titlana á tíu dögum eða frá 16. maí til 26. maí 1999. Arsenal liðið frá 2003-04 gerði tólf jafntefli og fékk „aðeins“ 90 stig en er eina liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur farið taplaust í gegnum heilt tímabil. Liðið fór síðan í undanúrslitin í báðum bikarkeppnum og í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Í fjórða sætinu er síðan metlið Manchester City frá 2017-18 sem er eina liðið sem hefur náð í hundrað stig á einu tímabili og er einnig það lið sem hefur skorað flest mörk á einni leiktíð eða 106. Það City lið vann ensku deildina með nítján stiga forskot á næsta lið og vann síðan enska deildabikarinn að auki. Liðið datt úr í fimmtu umferð enska bikarsins og komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur unnið tvo titla á þessu tímabili og enn möguleika á að vinna þrjá til viðbótar. Það á því enn eftir að koma í ljós hversu gott þetta tímabil verður í raun. Liðið er aftur á móti handhafi tveggja stærstu alþjóðlegu titlanna og getur enn bætt stigamet Manchester City. Liverpool á enn möguleika á að ná í 112 stig á þessari leiktíð. Liðið er síðan komið með níu fingur á fyrsta enski meistaratitilinn í 30 ár og þann fyrsta í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira
Það er aldrei auðvelt verkefni að bera saman lið frá mismunandi tímum en það kemur ekki í veg fyrir að menn láti vaða. Nýjasta dæmi er netkönnun Sky Sports. Sky Sports vildi fá að vita hvaða lið lesendur sínir töldu vera besta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það komu mörg frábær lið til greina en topplið dagsins í dag hafði betur gegn þeim öllum. 1st) Klopp's Liverpool 2nd) United's treble winners 3rd) Arsenal's Invincibles 4th) Man City's Centurionshttps://t.co/uDCGmRiFo3— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 21, 2020 Velgengni Liverpool liðsins á þessu tímabili er einstök en Evrópu- og heimsmeistarar félagsliða hafa unnið 21 af 22 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og markatalan er 52-14. Liverpool hefur reyndar ekki unnið enska meistaratitilinn enn en aðeins stórslys kemur í veg fyrir það. Liðið er með sextán stiga forskot og á einnig leik til góða á Manchester City sem er í öðru sæti. Manchester City hefur ekki náð að fylgja eftir tveimur frábærum tímabilum í röð og tapaði enn á ný stigum um helgina. 36 prósent lesenda Sky Sports völdu Liverpool liðið í dag sem var þremur prósentum á undan þrennuliði Manchester United frá 1998-99. Arsenal liðið tapaði ekki leik á 2003-04 tímabilinu en það dugði þó aðeins í þriðja sætið í þessari kosningu eins og sjá má hér fyrir neðan. Which is the greatest Premier League team?— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 20, 2020 Það var mjög góð þátttaka í kosningu Sky Sports en alls voru greidd yfir 307 þúsund atkvæði sem verður að teljast mjög gott. Þrenna Manchester United þegar liðið vann enska titilinn, enska bikarmeistaratitilinn og Meistaradeildina, var magnað afrek en liðið náði samt ekki að vinna 16 af 38 leikjum sínum og endaði aðeins einu stigi á undan Arsenal. Þrettán jafntefli og þrjú töp komu þó ekki í veg fyrir sigur í deildinni og vikan í lokin var mögnuð þar sem United tryggði sér alla titlana á tíu dögum eða frá 16. maí til 26. maí 1999. Arsenal liðið frá 2003-04 gerði tólf jafntefli og fékk „aðeins“ 90 stig en er eina liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur farið taplaust í gegnum heilt tímabil. Liðið fór síðan í undanúrslitin í báðum bikarkeppnum og í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Í fjórða sætinu er síðan metlið Manchester City frá 2017-18 sem er eina liðið sem hefur náð í hundrað stig á einu tímabili og er einnig það lið sem hefur skorað flest mörk á einni leiktíð eða 106. Það City lið vann ensku deildina með nítján stiga forskot á næsta lið og vann síðan enska deildabikarinn að auki. Liðið datt úr í fimmtu umferð enska bikarsins og komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur unnið tvo titla á þessu tímabili og enn möguleika á að vinna þrjá til viðbótar. Það á því enn eftir að koma í ljós hversu gott þetta tímabil verður í raun. Liðið er aftur á móti handhafi tveggja stærstu alþjóðlegu titlanna og getur enn bætt stigamet Manchester City. Liverpool á enn möguleika á að ná í 112 stig á þessari leiktíð. Liðið er síðan komið með níu fingur á fyrsta enski meistaratitilinn í 30 ár og þann fyrsta í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira