Gamli Grindvíkingurinn gerði gærdaginn enn betri fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 17:30 Rachel Furness í leik með Liverpool. Getty/Mark Kerton Karlalið Liverpool var ekki eina lið félagsins sem fagnaði góðum sigri í ensku úrvalsdeildinni í gær því kvennalið félagsins vann líka mikilvægan sigur. Karlarnir í Liverpool hafa verið á toppnum í allan vetur og eru nú komnir með sextán stiga forskot á næsta lið en það hefur verið mikið basl á kvennaliðinu. Liverpool konurnar urðu hreinlega að vinna Bristol City á útivelli í gær. Liðið sat í fallsæti fyrir leikinn en 1-0 sigur á Bristol City þýðir að Liverpool konurnar eru þar ekki lengur. It's been a good day for Liverpool! Liverpool Women moved out of the relegation zone with their first win of the season. A first-half goal from Rachel Furness left Bristol City at the bottom of the WSL table. Match report https://t.co/jJmune5Rwb#bbcfootball#WSLpic.twitter.com/pc74nGJ5Dc— BBC Sport (@BBCSport) January 19, 2020 Það var gamli Grindvíkingurinn og nýr leikmaður Liverpool, Rachel Furness, sem tryggði liðinu þessi mikilvægu þrjú stig. Rachel Furness skoraði sigurmarkið strax á þrettándu mínútu leiksins þegar hún var rétt kona á réttum stað þegar hún fylgdi eftir skoti félaga síns. Þetta var aðeins annar leikur Rachel Furness með Liverpool síðan að hún kom til liðsins frá Reading. Liverpool liðið hefur tilfinnanlega vantað mörk því þetta var aðeins það fjórða hjá því á leiktíðinni. Rachel Furness spilaði með Grindavíkurliðinu sumarið 2010 og var þá með 3 mörk í 12 deildarleikjum og 2 mörk í 2 bikarleikjum. Furness kom til Grindavíkur frá Newcastle en fór þaðan til Sunderland um haustið þar sem hún spilaði næstu sex árin. Hún er nú orðin 31 árs gömul og hafði verið hjá Reading undanfarin tvö ár þar sem hún spilaði með annars með íslensku landsliðskonunni Rakel Hönnudóttur. Hún hefur skorað 17 mörk í 61 landsleik fyrir Norður-Írland. A message from today’s goal scorer!@Furney1988pic.twitter.com/lSGE8OfUVG— Liverpool FC Women (@LiverpoolFCW) January 19, 2020 The race for the title just got interesting... Just a point separating the three sides#BarclaysFAWSLpic.twitter.com/je2ooebonC— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) January 19, 2020 Enski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira
Karlalið Liverpool var ekki eina lið félagsins sem fagnaði góðum sigri í ensku úrvalsdeildinni í gær því kvennalið félagsins vann líka mikilvægan sigur. Karlarnir í Liverpool hafa verið á toppnum í allan vetur og eru nú komnir með sextán stiga forskot á næsta lið en það hefur verið mikið basl á kvennaliðinu. Liverpool konurnar urðu hreinlega að vinna Bristol City á útivelli í gær. Liðið sat í fallsæti fyrir leikinn en 1-0 sigur á Bristol City þýðir að Liverpool konurnar eru þar ekki lengur. It's been a good day for Liverpool! Liverpool Women moved out of the relegation zone with their first win of the season. A first-half goal from Rachel Furness left Bristol City at the bottom of the WSL table. Match report https://t.co/jJmune5Rwb#bbcfootball#WSLpic.twitter.com/pc74nGJ5Dc— BBC Sport (@BBCSport) January 19, 2020 Það var gamli Grindvíkingurinn og nýr leikmaður Liverpool, Rachel Furness, sem tryggði liðinu þessi mikilvægu þrjú stig. Rachel Furness skoraði sigurmarkið strax á þrettándu mínútu leiksins þegar hún var rétt kona á réttum stað þegar hún fylgdi eftir skoti félaga síns. Þetta var aðeins annar leikur Rachel Furness með Liverpool síðan að hún kom til liðsins frá Reading. Liverpool liðið hefur tilfinnanlega vantað mörk því þetta var aðeins það fjórða hjá því á leiktíðinni. Rachel Furness spilaði með Grindavíkurliðinu sumarið 2010 og var þá með 3 mörk í 12 deildarleikjum og 2 mörk í 2 bikarleikjum. Furness kom til Grindavíkur frá Newcastle en fór þaðan til Sunderland um haustið þar sem hún spilaði næstu sex árin. Hún er nú orðin 31 árs gömul og hafði verið hjá Reading undanfarin tvö ár þar sem hún spilaði með annars með íslensku landsliðskonunni Rakel Hönnudóttur. Hún hefur skorað 17 mörk í 61 landsleik fyrir Norður-Írland. A message from today’s goal scorer!@Furney1988pic.twitter.com/lSGE8OfUVG— Liverpool FC Women (@LiverpoolFCW) January 19, 2020 The race for the title just got interesting... Just a point separating the three sides#BarclaysFAWSLpic.twitter.com/je2ooebonC— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) January 19, 2020
Enski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira