Gamli Grindvíkingurinn gerði gærdaginn enn betri fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 17:30 Rachel Furness í leik með Liverpool. Getty/Mark Kerton Karlalið Liverpool var ekki eina lið félagsins sem fagnaði góðum sigri í ensku úrvalsdeildinni í gær því kvennalið félagsins vann líka mikilvægan sigur. Karlarnir í Liverpool hafa verið á toppnum í allan vetur og eru nú komnir með sextán stiga forskot á næsta lið en það hefur verið mikið basl á kvennaliðinu. Liverpool konurnar urðu hreinlega að vinna Bristol City á útivelli í gær. Liðið sat í fallsæti fyrir leikinn en 1-0 sigur á Bristol City þýðir að Liverpool konurnar eru þar ekki lengur. It's been a good day for Liverpool! Liverpool Women moved out of the relegation zone with their first win of the season. A first-half goal from Rachel Furness left Bristol City at the bottom of the WSL table. Match report https://t.co/jJmune5Rwb#bbcfootball#WSLpic.twitter.com/pc74nGJ5Dc— BBC Sport (@BBCSport) January 19, 2020 Það var gamli Grindvíkingurinn og nýr leikmaður Liverpool, Rachel Furness, sem tryggði liðinu þessi mikilvægu þrjú stig. Rachel Furness skoraði sigurmarkið strax á þrettándu mínútu leiksins þegar hún var rétt kona á réttum stað þegar hún fylgdi eftir skoti félaga síns. Þetta var aðeins annar leikur Rachel Furness með Liverpool síðan að hún kom til liðsins frá Reading. Liverpool liðið hefur tilfinnanlega vantað mörk því þetta var aðeins það fjórða hjá því á leiktíðinni. Rachel Furness spilaði með Grindavíkurliðinu sumarið 2010 og var þá með 3 mörk í 12 deildarleikjum og 2 mörk í 2 bikarleikjum. Furness kom til Grindavíkur frá Newcastle en fór þaðan til Sunderland um haustið þar sem hún spilaði næstu sex árin. Hún er nú orðin 31 árs gömul og hafði verið hjá Reading undanfarin tvö ár þar sem hún spilaði með annars með íslensku landsliðskonunni Rakel Hönnudóttur. Hún hefur skorað 17 mörk í 61 landsleik fyrir Norður-Írland. A message from today’s goal scorer!@Furney1988pic.twitter.com/lSGE8OfUVG— Liverpool FC Women (@LiverpoolFCW) January 19, 2020 The race for the title just got interesting... Just a point separating the three sides#BarclaysFAWSLpic.twitter.com/je2ooebonC— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) January 19, 2020 Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Karlalið Liverpool var ekki eina lið félagsins sem fagnaði góðum sigri í ensku úrvalsdeildinni í gær því kvennalið félagsins vann líka mikilvægan sigur. Karlarnir í Liverpool hafa verið á toppnum í allan vetur og eru nú komnir með sextán stiga forskot á næsta lið en það hefur verið mikið basl á kvennaliðinu. Liverpool konurnar urðu hreinlega að vinna Bristol City á útivelli í gær. Liðið sat í fallsæti fyrir leikinn en 1-0 sigur á Bristol City þýðir að Liverpool konurnar eru þar ekki lengur. It's been a good day for Liverpool! Liverpool Women moved out of the relegation zone with their first win of the season. A first-half goal from Rachel Furness left Bristol City at the bottom of the WSL table. Match report https://t.co/jJmune5Rwb#bbcfootball#WSLpic.twitter.com/pc74nGJ5Dc— BBC Sport (@BBCSport) January 19, 2020 Það var gamli Grindvíkingurinn og nýr leikmaður Liverpool, Rachel Furness, sem tryggði liðinu þessi mikilvægu þrjú stig. Rachel Furness skoraði sigurmarkið strax á þrettándu mínútu leiksins þegar hún var rétt kona á réttum stað þegar hún fylgdi eftir skoti félaga síns. Þetta var aðeins annar leikur Rachel Furness með Liverpool síðan að hún kom til liðsins frá Reading. Liverpool liðið hefur tilfinnanlega vantað mörk því þetta var aðeins það fjórða hjá því á leiktíðinni. Rachel Furness spilaði með Grindavíkurliðinu sumarið 2010 og var þá með 3 mörk í 12 deildarleikjum og 2 mörk í 2 bikarleikjum. Furness kom til Grindavíkur frá Newcastle en fór þaðan til Sunderland um haustið þar sem hún spilaði næstu sex árin. Hún er nú orðin 31 árs gömul og hafði verið hjá Reading undanfarin tvö ár þar sem hún spilaði með annars með íslensku landsliðskonunni Rakel Hönnudóttur. Hún hefur skorað 17 mörk í 61 landsleik fyrir Norður-Írland. A message from today’s goal scorer!@Furney1988pic.twitter.com/lSGE8OfUVG— Liverpool FC Women (@LiverpoolFCW) January 19, 2020 The race for the title just got interesting... Just a point separating the three sides#BarclaysFAWSLpic.twitter.com/je2ooebonC— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) January 19, 2020
Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira