Enski boltinn

Gylfi áfram á meiðslalistanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í leik með Everton.
Gylfi í leik með Everton. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með Everton í kvöld er liðið mætir Newcastle á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi hefur verið að glíma við meiðsli í nára og var ekki með Everton um helgina er liðið gerði 1-1 jafntefli við West Ham.

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, staðfesti svo á blaðamannafundi í gær að Gylfi verði heldur ekki með Newcastle í kvöld.
Gylfi er ekki sá eini sem er á meiðslalistanum því Richarlison og Alex Iwobi eru einnig á meiðslalistanum.

Þá er miðvörðurinn Michael Keane tæpur vegna meiðsla en ákvörðun um hann verður tekin skömmu fyrir leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.