Fleiri fréttir

Higuain má tala við Arsenal

Það hefur gengið mjög illa hjá Arsenal að landa Argentínumanninum Gonzalo Higuain en Arsenal virtist vera búið að landa honum um daginn.

Var tæklingin verri en hrindingin?

Það var hiti í mönnum á Akranesi í gær þegar Þór vann afar dramatískan 1-2 sigur á ÍA. Einu rauðu spjaldi var svo lyft í leiknum og margir vildu sjá annað rautt fara á loft.

Neymar svífur um á bleiku skýi

Lífið leikur við Brasilíumanninn Neymar þessa dagana. Hann er nýbúinn að semja við Barcelona og fór svo á kostum með Brasilíu sem vann Álfubikarinn. Þar var Neymar valinn maður mótsins.

Valsmenn skoða Ondo

Magnús Gylfason, þjálfari Vals, var mættur út á Keflavíkurflugvöll í morgun til þess að sækja sóknarmanninn Gilles Mbang Ondo.

Cole segist ekki heyra baulið

Ashley Cole, leikmaður Chelsea, er einn óvinsælasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Þess vegna fær hann oftar en ekki útreið hjá stuðningsmönnum andstæðinga Chelsea og enska landsliðsins.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Glentoran 0-0

KR og Glentoran gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram á KR-velli í kvöld. Heimamenn náðu sér ekki almennilega á strik en aftur á móti voru greinilega skilaboð til leikmanna Glentoran, að tefja leikinn eins mikið og mögulegt var. Leiktafir gestanna gjörsamlega drápu allt tempó í leiknum og hann komst aldrei á flug.

Ellismellurinn: KR-ingar bóna bíla

Íþróttamenn gera ýmislegt til þess að afla fjár og árið 1993 safnaði knattspyrnulið KR sér fyrir æfingaferð með því að bóna.

Soffía í hópinn í stað Katrínar

Katrín Ásbjörnsdóttir, leikmaður Þórs/KA, hefur neyðst til þess að draga sig úr íslenska landsliðshópnum fyrir EM vegna meiðsla.

Neville kemur aftur til Man. Utd

Það hefur verið talað um það í nokkurn tíma að Phil Neville myndi snúa aftur á Old Trafford og Sky segist hafa heimildir fyrir því að hann verði hjá Man. Utd næsta vetur.

Fall niður FIFA-listann

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þarf að sætta sig við falla niður um tólf sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefin var út í morgun.

Á metið hjá þremur félögum

Gunnleifur Gunnleifsson jafnaði á sunnudagskvöldið félagsmet Breiðabliks yfir að halda marki sínu lengst hreinu í efstu deild. Hann á þar með þetta met hjá þremur félögum; HK, KR og Breiðabliki.

Spænsk þrenna tryggði Selfyssingum sigur

Selfyssingar eru að komast á skrið í 1. deildinni í fótbolta en liðið vann 4-2 heimasigur á Leikni í kvöld. Selfoss vann 3-1 útisigur á toppliði Grindavíkur í umferðinni á undan. Spánverjinn stæðilegi Javier Zurbano skoraði þrennu í leiknum í kvöld.

Hinn fertugi Dean Martin byrjar í fyrsta sinn í sumar

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari ÍA, setti Dean Edward Martin í byrjunarlið ÍA fyrir leik á móti Þór Akureyri sem hefst á Akranesvelli klukkan sex. Þetta er fyrsti leikurinn í 10. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta.

Bandaríkjamenn brjálaðir út í Messi

Lionel Messi var ekki að auka vinsældir sínar í Bandaríkjunum í dag þegar hann sló af leik sem hann átti að spila í Los Angeles í kvöld.

Ekki búið að semja um marklínutæknina

Enska knattspyrnusambandið ætlar að styðjast við marklínutækni í ensku úrvalsdeildinni næsta vetur. Það er þó ekki enn búið að ganga frá samningum.

Götze gerði forráðamenn Adidas brjálaða

Forráðamenn Adidas eru brjálaðir út í þýska landsliðsmanninn Mario Götze eftir að hann mætti í Nike-bol er hann var kynntur til leiks hjá Bayern München.

Arnór búinn að semja við Helsingborg

Landsliðsmaðurinn frá Akranesi, Arnór Smárason, er búinn að finna sér nýtt félag en hann samdi í dag við sænska úrvalsdeildarfélagið Helsingborg.

Flo kominn aftur til Chelsea

Kunnugleg andlit halda áfram að streyma á Stamford Bridge en nú er félagið búið að ráða Norðmanninn Tore Andre Flo í vinnu.

Rooney nennir ekki að mæta í ræktina

Fyrrum styrktarþjálfari Man. Utd, Mick Clegg, hefur gagnrýnt Wayne Rooney og segir að ein ástæðan fyrir því að hann hafi ekki náð sömu hæðum og Cristiano Ronaldo sé sú að hann hafi ekki nennt í ræktina.

Hækkað í verði um 900 milljónir króna

Hollenska félagið Heerenveen hefur farið fram á háa fjárhæð fyrir framherjann Alfreð Finnbogason eða í kringum milljarð. Takist félaginu að fá þann pening fyrir Alfreð mun félagið hagnast vel.

Umfjöllun,viðtöl og einkunnir: FH - Fram 2-1

Atli Guðnason tryggði FH-ingum mikilvæg þrjú stig með marki tíu mínútum fyrir leikslok. Framarar höfðu jafnað um miðbik seinni hálfleiks en FH-ingar gáfu aftur í og unnu að lokum mikilvægan sigur.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Þór 1-2

Þórsarar unnu góðan útisigur, 2-1, á ÍA í tíundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Norðurálsvellinum upp á Akranesi. Tvö mörk voru skoruð í viðbótartímanum og ótrúlegur endir. Hlynur Atli Magnússon var hetja Þórs undir lokin.

Sjöundi Spánverjinn kominn til Swansea

Enska úrvalsdeildarfélagið Swansea City er á fullu að styrkja sig þessa dagana. Liðið er nú búið að kaupa miðjumanninn Alejandro Pozuelo frá Real Betis.

Rodgers ætlar að versla meira

Liverpool er búið að versla fjóra leikmenn á markaðnum í sumar en stjóri liðsins, Brendan Rodgers, segist ekki vera búinn að loka veskinu.

Messi er einfaldur maður

Framherji PSG, Ezequiel Lavezzi, er mjög hrifinn af landa sínum, Lionel Messi, sem hann segir vera virtan hjá félögum sínum. Ekki bara fyrir fótboltahæfileikana heldur líka vegna þess að hann sé yndislegur maður.

Enginn féll á lyfjaprófi í Meistaradeildinni

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, opinberaði í dag skýrslu um þau lyfjapróf sem voru tekin í leikjum Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar á síðasta keppnistímabili. Þar kemur fram að enginn knattspyrnumannanna var uppvís að notkun ólöglegra lyfja á leiktíðinni.

Ancelotti byrjar á móti Bournemouth

Real Madrid hefur samþykkt að byrja undirbúningstímabilið á æfingaleik á móti enska b-deildarliðinu Bournemouth en liðin munu mætast í Englandi 21. júlí næstkomandi. Þetta verður fyrsti leikur Real Madrid undir stjórn Ítalans Carlo Ancelotti sem tók við Real-liðinu af Jose Mourinho.

Liverpool að ná í Mkhitaryan

Enska knattspyrnuliðið Liverpool er við það að semja við Henrikh Mkhitaryan frá Shakhtar Donetsk en félagið hefur lagt fram tilboð uppá 25 milljónir punda.

Stoke City fær til sín strák frá Barcelona

Mark Hughes, knattspyrnustjóri Stoke City, krækti í nýjan leikmann í dag þegar varnarmaðurinn Marc Muniesa skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið. Muniesa kemur á frjálsri sölu frá Barcelona en hann er nýkrýndur Evrópumeistari með spænska 21 árs landsliðinu.

Steve McClaren tekur að sér starf hjá QPR

Englendingurinn Steve McClaren mun taka að sér tímabundið verkefni hjá enska knattspyrnuliðinu Queens Park Rangers en hann mun vinna með þjálfarateymi liðsins næstu mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir