Enski boltinn

Rooney nennir ekki að mæta í ræktina

Ronaldo er í talsvert betra formi en Rooney.
Ronaldo er í talsvert betra formi en Rooney.
Fyrrum styrktarþjálfari Man. Utd, Mick Clegg, hefur gagnrýnt Wayne Rooney og segir að ein ástæðan fyrir því að hann hafi ekki náð sömu hæðum og Cristiano Ronaldo sé sú að hann hafi ekki nennt í ræktina.

"Wayne sá ekki tilgang í því að mæta í líkamsræktarsalinn. Hann sagðist vera kominn til þess að spila fótbolta en ekki til þess að lyfta lóðum. Ég sé alltaf eftir því að hafa ekki ýtt meira á hann," sagði Clegg.

Rooney og Ronaldo voru flottir saman á Old Trafford frá 2004 til 2009. Þá fór Ronaldo til Real Madrid þar sem hann hefur blómstrað. Á meðan hefur Rooney verið afar misjafn í liði Man. Utd.

"Wayne hefur alltaf verið sterkur og var hræddur við að styrkjast of mikið. Ronaldo gerði aftur á móti allt það sem ég ráðlagði honum. Hann mætti líka til að lyfta aukalega. Það var einstakt hvað drengurinn lagði mikið á sig.

"Wayne gæti náð sömu hæðum ef hann nennti eitthvað að mæta í ræktina. Hann er frábær íþróttamaður þegar hann nennir því."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×