Enski boltinn

Giggs kominn í þjálfarateymi Man. Utd

Ryan Giggs.
Ryan Giggs.
Man. Utd tilkynnti í dag að Ryan Giggs væri orðinn þjálfari hjá félaginu. Giggs mun einnig halda áfram að spila með félaginu.

Hinn 39 ára gamli Giggs hefur spilað með liðinu síðan árið 1991 og hefur leikið yfir 650 leiki fyrir félagið.

Hann var búinn að framlengja samningi sínum við félagið til eins árs sem verður hans síðasta á ferlinum. Hann mun nú þjálfa samhliða spilamennskunni.

Giggs hefur verið að ná sér í þjálfararéttindi og sat námskeið með Rúnari Kristinssyni, þjálfara KR, í Tyrklandi á dögunum.

"Það eru mikil forréttindi að fá að þjálfa og spila fyrir félagið á sama tíma. Vonandi næ ég að nýta reynslu mína á réttan hátt. Það verður gaman að vinna með David og félögum," sagði Giggs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×