Fótbolti

Bandaríkjamenn brjálaðir út í Messi

Messi og vinir hafa verið mjög vinsælir.
Messi og vinir hafa verið mjög vinsælir.
Lionel Messi var ekki að auka vinsældir sínar í Bandaríkjunum í dag þegar hann sló af leik sem hann átti að spila í Los Angeles í kvöld.

Messi og vinir hafa verið að spila gegn heimsúrvali upp á síðkastið en ekkert verður af leiknum í LA í nótt. Messi treystir sér ekki til þess að spila.

Umboðsmenn Messi aflýstu leiknum með aðeins 24 stunda fyrirvara við litla hrifningu Bandaríkjamanna.

Þeir sem voru að skipuleggja leikinn í Bandaríkjunum segjast aldrei hafa kynnst annarri eins framkomu á sínum ferli.

Með Messi áttu að spila menn eins og Gerard Pique, Cesc Fabregas, Robert Lewandowski, Sergio Aguero og fleiri.

Bestu miðarnir á leikinn kostuðu um 40 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×