Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Fylkir 0-0 Kári Viðarsson skrifar 3. júlí 2013 18:30 Víkingar og Fylkismenn gerðu markalaust jafntefli í botnbaráttuslag í Ólafsvík í kvöld. Víkingar héldu hreinu annan leikinn í röð en geta þakkað markverði sínum fyrir það. Einar Hjörleifsson, markvörður Víkinga, bjargaði nokkrum sinnum frábærlega í þessum leik og hélt þar með marki sínu hreinu annan leikinn í röð. Fylkismenn enduðu fimm leikja taphrinu og héldu hreinu í fyrsta sinn í sumar en þetta var samt leikur sem liðið varð helst að vinna. Hann var hvorki mikið fyrir augað né uppá marga fiska, leikurinn sem Víkingur Ólafsvík og Fylkir buðu uppá í kvöld. Steindautt jafntefli sem einkenndist helst af misheppnuðum sendingum og taugaspennu. Leikurinn endaði 0-0 og voru úrslitin sanngjörn. Það sem var ósanngjarnt var að áhorfendum skuli ekki hafa verið boðin endurgreiðsla. Fyrstu tíu mínútur leiksins voru ágætar þar sem bæði lið náðu að skapa sér eitt færi en þau voru máttlítil. Viðstöðulaust skot Andrésar Más Jóhannessonar var hápunktur hálfleiksins. Þá fékk hann boltann við vítateigsboga heimamanna og smellti honum með ristinni bylmingsfast að marki Víkinga. Einar Hjörleifsson, markvörður heimamanna og maður þessa leiks, var vel á verði og náði að verja í hornspyrnu sem, eins og svo margt í þessum leik, ekkert varð úr. Fátt markvert gerðist eftir þetta þó svo að eitt og eitt hálffæri hafi látið á sér kræla. Síðari hálfleikur var ekki skárri en sá fyrri. Liðin skiptust á að missa knöttinn og lítið var um spil. Mikið var reynt af löngum sendingum en fátt kom út úr þeim. Víkingar áttu góðan kafla um miðbik hálfleiksins þar sem þeir virtust líklegir til að taka öll þrjú stigin en þegar komið var að vítateig gestanna var áttu þeir einstaklega erfitt með að koma sér í góð skotfæri. Eina virkilega góða færi leiksins kom þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Þá fengu Fylkismenn aukaspyrnu við miðjulínuna sem Tryggvi Guðmundsson tók snögglega. Hann sendi knöttinn þá hnitmiðað inn fyrir vörn Víkings, beint á Viðar Örn Kjartansson sem náði viðstöðulausu skoti á markið. Þarna hefði orðið mark ef ekki hefði verið fyrir Einar Hjörleifsson sem sýndi viðbrögð kattarins og varði meistaralega í markslána á sínu eigin marki. Þessi var í hnotskurn leiðinlegur á að horfa og 0-0 jafntefli sanngjörn úrslit. Bæði lið enn í bullandi botnbaráttu en Víkingar ef til vill glaðir að fá stig og halda hreinu á heimavelli annan leikinn í röð. Einar Hjörleifsson: Menn voru þreyttir„Þetta var bara steindautt 0-0 og fátt að gerast í þessum leik. Mér sýndist bæði liðin vera þreytt og skorta smá vilja til að klára leikinn. Það vantaði bara aðeins meira púður í menn í dag," sagði Einar Hjörleifsson, markvörður Víkinga. Einar var maður leiksins í dag en vildi meina að hann ætti meira inni: „Ég var bara á parinu í dag." sagði Einar Hjörleifsson, hógværðin uppmáluð í Ólafsvík í kvöld. Ásmundur: Ég er ekkert að fara að segja bless„Mér fannst við betri aðilinn í þessum leik og skapa betri færi en þetta voru greinilega tvö lið með lítið sjálfstraust. Við komum hingað til að vinna og förum klárlega svekktir heim í kvöld. En það var betra að fá einn punkt frekar en engan," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. Aðspurður um það hvort þetta væri endastöðin hjá honum í undir stjórn Fylkis var Ásmundur ekki í neinum vafa: „Ég er ekkert að fara að segja bless" Sagði Ásmundur Arnarsson, vonsvikinn þjálfari Fylkis í kvöld. Ejub Purisevic: Ég verð að hrósa báðum liðum„Þetta var ekki mikill fótbolti. Mér fannst við eiga 20-25 mínútur þar sem við settum pressu og áttum færi til að klára þetta en það gekk ekki," sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga. Ejub var ánægður með baráttu liðanna í leiknum þó svo að fótboltalega séð hefði hann ekki verið uppá marga fiska. „Mér fannst bæði lið vera að berjast og leikmennirnir gáfu allt sem þeir áttu. Ég verð að hrósa báðum liðum sem vildu sækja sigur í leiknum, sérstaklega undir lokin," sagði Ejub Purisevic, glaðbeittur í lok leiks. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Víkingar og Fylkismenn gerðu markalaust jafntefli í botnbaráttuslag í Ólafsvík í kvöld. Víkingar héldu hreinu annan leikinn í röð en geta þakkað markverði sínum fyrir það. Einar Hjörleifsson, markvörður Víkinga, bjargaði nokkrum sinnum frábærlega í þessum leik og hélt þar með marki sínu hreinu annan leikinn í röð. Fylkismenn enduðu fimm leikja taphrinu og héldu hreinu í fyrsta sinn í sumar en þetta var samt leikur sem liðið varð helst að vinna. Hann var hvorki mikið fyrir augað né uppá marga fiska, leikurinn sem Víkingur Ólafsvík og Fylkir buðu uppá í kvöld. Steindautt jafntefli sem einkenndist helst af misheppnuðum sendingum og taugaspennu. Leikurinn endaði 0-0 og voru úrslitin sanngjörn. Það sem var ósanngjarnt var að áhorfendum skuli ekki hafa verið boðin endurgreiðsla. Fyrstu tíu mínútur leiksins voru ágætar þar sem bæði lið náðu að skapa sér eitt færi en þau voru máttlítil. Viðstöðulaust skot Andrésar Más Jóhannessonar var hápunktur hálfleiksins. Þá fékk hann boltann við vítateigsboga heimamanna og smellti honum með ristinni bylmingsfast að marki Víkinga. Einar Hjörleifsson, markvörður heimamanna og maður þessa leiks, var vel á verði og náði að verja í hornspyrnu sem, eins og svo margt í þessum leik, ekkert varð úr. Fátt markvert gerðist eftir þetta þó svo að eitt og eitt hálffæri hafi látið á sér kræla. Síðari hálfleikur var ekki skárri en sá fyrri. Liðin skiptust á að missa knöttinn og lítið var um spil. Mikið var reynt af löngum sendingum en fátt kom út úr þeim. Víkingar áttu góðan kafla um miðbik hálfleiksins þar sem þeir virtust líklegir til að taka öll þrjú stigin en þegar komið var að vítateig gestanna var áttu þeir einstaklega erfitt með að koma sér í góð skotfæri. Eina virkilega góða færi leiksins kom þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Þá fengu Fylkismenn aukaspyrnu við miðjulínuna sem Tryggvi Guðmundsson tók snögglega. Hann sendi knöttinn þá hnitmiðað inn fyrir vörn Víkings, beint á Viðar Örn Kjartansson sem náði viðstöðulausu skoti á markið. Þarna hefði orðið mark ef ekki hefði verið fyrir Einar Hjörleifsson sem sýndi viðbrögð kattarins og varði meistaralega í markslána á sínu eigin marki. Þessi var í hnotskurn leiðinlegur á að horfa og 0-0 jafntefli sanngjörn úrslit. Bæði lið enn í bullandi botnbaráttu en Víkingar ef til vill glaðir að fá stig og halda hreinu á heimavelli annan leikinn í röð. Einar Hjörleifsson: Menn voru þreyttir„Þetta var bara steindautt 0-0 og fátt að gerast í þessum leik. Mér sýndist bæði liðin vera þreytt og skorta smá vilja til að klára leikinn. Það vantaði bara aðeins meira púður í menn í dag," sagði Einar Hjörleifsson, markvörður Víkinga. Einar var maður leiksins í dag en vildi meina að hann ætti meira inni: „Ég var bara á parinu í dag." sagði Einar Hjörleifsson, hógværðin uppmáluð í Ólafsvík í kvöld. Ásmundur: Ég er ekkert að fara að segja bless„Mér fannst við betri aðilinn í þessum leik og skapa betri færi en þetta voru greinilega tvö lið með lítið sjálfstraust. Við komum hingað til að vinna og förum klárlega svekktir heim í kvöld. En það var betra að fá einn punkt frekar en engan," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. Aðspurður um það hvort þetta væri endastöðin hjá honum í undir stjórn Fylkis var Ásmundur ekki í neinum vafa: „Ég er ekkert að fara að segja bless" Sagði Ásmundur Arnarsson, vonsvikinn þjálfari Fylkis í kvöld. Ejub Purisevic: Ég verð að hrósa báðum liðum„Þetta var ekki mikill fótbolti. Mér fannst við eiga 20-25 mínútur þar sem við settum pressu og áttum færi til að klára þetta en það gekk ekki," sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga. Ejub var ánægður með baráttu liðanna í leiknum þó svo að fótboltalega séð hefði hann ekki verið uppá marga fiska. „Mér fannst bæði lið vera að berjast og leikmennirnir gáfu allt sem þeir áttu. Ég verð að hrósa báðum liðum sem vildu sækja sigur í leiknum, sérstaklega undir lokin," sagði Ejub Purisevic, glaðbeittur í lok leiks.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira