Umfjöllun,viðtöl og einkunnir: FH - Fram 2-1 Kristinn Páll Teitsson skrifar 3. júlí 2013 11:13 Atli Guðnason tryggði FH-ingum mikilvæg þrjú stig með marki tíu mínútum fyrir leikslok. Framarar höfðu jafnað um miðbik seinni hálfleiks en FH-ingar gáfu aftur í og unnu að lokum mikilvægan sigur. Það var stutt umferð sem fór fram í kvöld, aðeins þrír leikir voru spilaðir vegna þátttöku íslensku liðanna í Evrópudeildinni. FH-ingar gátu saxað bilið á KR-inga á toppi Pepsi deildarinnar í tvö stig á meðan Framarar gátu jafnað ÍBV að stigum í 6. sæti deildarinnar. Gestirnir byrjuðu betur og fengu nokkur ágætis færi í upphafi, Hólmbert Aron Friðjónsson og Steven Lennon áttu báðir fín skot en Róbert Örn í marki FH-inga stóð vaktina sína vel. Það voru hinsvegar heimamenn sem náðu forskotinu um miðbik hálfleiksins. Hornspyrna Samuel Tillens fór beint á Björn Daníel, skalli hans virtist á leiðinni framhjá en fór í Halldór Arnarsson og í netið. Bæði lið fengu hálffæri það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en náðu ekki að nýta það og gengu heimamenn til hálfleiks með eins marka forskot. FH-ingar komu sterkari inn í seinni hálfleik og voru líklegri að bæta við þegar jöfnunarmark Framara kom. Steven Lennon tók aukaspyrnu beint á fjærstöng þar sem Almarr Ormarsson var mættur og skoraði í autt netið eftir skógarferð Róberts í marki FH. Við þetta virtust FH-ingar vakna og fóru að pressa aftur á mark gestanna. Tíu mínútum fyrir leikslok kom sigurmarkið hjá FH-ingum, Jón Ragnar átti fyrirgjöf sem Ingimundur fleytti áfram á fjærstöng þar sem Atli Guðnason var mættur og skallaði boltann yfir Ögmund. Þrátt fyrir að hafa nægan tíma náðu Framarar ekki að skapa sér hættuleg færi eftir þetta og voru heimamenn nær því að skora fjórða mark leiksins. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og lauk leiknum því með 2-1 sigri FH-inga. Gríðarlega mikilvægur sigur sem minnkaði muninn milli KR og FH á toppnum niður í tvö stig þótt KR-ingar eigi leik til góða. Eftir rólegan fyrsta hálfleik settu FH-ingar í annan gír í seinni hálfleik og var sigur þeirra verðskuldaður. Framarar geta verið óánægðir að nýta sér ekki góða frammistöðu í fyrri hálfleik og fara tómhentir heim í Safamýrina. Heimir: Atli er betri skallamaður en fólk heldur„Mér fannst við sýna góðan karakter, við héldum áfram og náðum að næla okkur í þrjú stig. Í stöðunni 1-0 er alltaf hætta, við fengum færi til að gera þetta auðveldara fyrir okkur en nýttum það ekki," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir leikinn. „Þessi leikur af hálfu FH var mjög góður, boltinn gekk betur milli manna en í síðustu leikjum. Við vorum að missa boltann á slæmum stöðum í fyrri hálfleik og fá á okkur hraðar sóknir en það var annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik." „Í seinni hálfleik létum við boltann ganga betur, við létum hann ganga út á vængina og vorum að skapa okkur góða stöðu á vængjunum. Það komu góðar fyrirgjafir en það vantaði kannski aðeins meiri ákefð í boxinu að reyna að klára færin," Eftir jafntefli í síðasta leik gegn Valsmönnum á Hlíðarenda eru FH-ingar komnir aftur á sigurbraut eftir leik kvöldsins. „Fyrri hálfleikurinn gegn Val var ekki góður af okkar hálfu, mér fannst við laga megnið af því í dag. Það var gott hugarfar og menn vildu þennan sigur í kvöld," Kristján Gauti Emilsson byrjaði fyrsta leik sinn á tímabilinu og stóð sig vel einn upp á topp og var Heimir ánægður með frammistöðu hans. „Hann stóð sig vel, hann gerði það sem við báðum hann um að gera, hann var alveg gríðarlega duglegur í dag. Við vitum að hann er frábær fótboltamaður og á bara eftir að verða betri," Atli Guðnason skoraði sigurmarkið af fjærstöng, hann átti nokkrar skemmtilegar tilraunir allar af fjærstöng. „Hann hefur gert þetta í nokkur ár og gerði vel þarna. Atli er betri skallamaður en fólk heldur," sagði Heimir. Ríkharður: Stoltur af mínu liði„Mér fannst við ekki eiga skilið að tapa þessum leik. Ég hlakka til að sjá markið í endursýningu því einhverjir sögðu að eftir snertinguna hefði Atli verið rangstæður," sagði Ríkharður Daðason, þjálfari Fram eftir leikinn. „Ef markið var rangstæða verður þetta ennþá meira svekkjandi. Að því sögðu er ég gríðarlega stoltur af mínu liði, við byrjuðum leikinn mun betur og fáum tvö dauðafæri til að ná forskotinu í byrjun," Framarar byrjuðu leikinn betur en náðu ekki að nýta ágætis færi í fyrri hálfleik. „Maður býst ekki við að stýra leik í Kaplakrika í 90. mínútur en mér fannst alltaf þegar við lentum í vandræðum fengum við engin dauðafæri á okkur. Við gefum þeim fyrsta markið alfarið sjálfir. Við vinnum okkur inn í leikinn og gerum gott mark í föstu leikatriði. Þá finnst mér við vera alveg jafn líklegir að bæta við og þeir." „Ef þú nýtir ekki færin þín, sérstaklega gegn góðum liðum þá kemur það í bakið á þér. Við þurfum að nýta færin okkar betur, við erum búnir að fá fullt af færum í síðustu tveim leikjum en aðeins skorað eitt mark og við þurfum að vinna betur í því," Ríkharður var þó nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins. „Ég held að lið ávinni sér virðingu með frammistöðu, ég held að við höfum unnið okkur einhverja virðingu með okkar leik í kvöld. Það eru ekki margir sem koma í Kaplakrika og gefa FH-ingum svona leik. Mér finnst við hafa sýnt í síðustu tveimur leikjum að við erum erfiðir við að eiga og það er súrt að vera aðeins með stig úr þessum tveimur leikjum," sagði Ríkharður. Björn Daníel: Maður skoðar alla möguleika„Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel í þessum leik en þegar leið á leikinn fannst mér við vinna okkur inn í hann," sagði Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH eftir leikinn. „Við skorum fyrsta markið en fáum svo á okkur klaufa jöfnunarmark. Sem betur fer stigum við upp og náðum að skora annað mark." „Þetta er ekkert í fyrsta sinn sem lið jafnar gegn okkur og við höldum alltaf áfram. Við þurftum þennan sigur, KR-ingar voru komnir fimm stigum á undan okkur svo þetta var mjög mikilvægt," Mark Framara kom úr föstu leikatriði en það virtist vera það sem FH-ingar þurftu, þeir stigu á bensíngjöfina og voru fljótir að ná forskotinu aftur. „Við vorum sérstaklega öflugir þegar þeir jöfnuðu og við þurftum að skora, með smá heppni og betri ákvörðunartöku held ég að við hefðum getað bætt við fleiri mörkum," Mikið hefur verið rætt um áhuga erlendra liða á Birni. „Maður pælir ekkert í því að það séu menn að fylgjast með manni, það er auðvitað gott að vita af því. Maður vill þá gera betur en venjulega og það er fínt að það sé pressa á manni. Ef að möguleikinn kemur að fara út skoðar maður það," sagði Björn Daníel. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira
Atli Guðnason tryggði FH-ingum mikilvæg þrjú stig með marki tíu mínútum fyrir leikslok. Framarar höfðu jafnað um miðbik seinni hálfleiks en FH-ingar gáfu aftur í og unnu að lokum mikilvægan sigur. Það var stutt umferð sem fór fram í kvöld, aðeins þrír leikir voru spilaðir vegna þátttöku íslensku liðanna í Evrópudeildinni. FH-ingar gátu saxað bilið á KR-inga á toppi Pepsi deildarinnar í tvö stig á meðan Framarar gátu jafnað ÍBV að stigum í 6. sæti deildarinnar. Gestirnir byrjuðu betur og fengu nokkur ágætis færi í upphafi, Hólmbert Aron Friðjónsson og Steven Lennon áttu báðir fín skot en Róbert Örn í marki FH-inga stóð vaktina sína vel. Það voru hinsvegar heimamenn sem náðu forskotinu um miðbik hálfleiksins. Hornspyrna Samuel Tillens fór beint á Björn Daníel, skalli hans virtist á leiðinni framhjá en fór í Halldór Arnarsson og í netið. Bæði lið fengu hálffæri það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en náðu ekki að nýta það og gengu heimamenn til hálfleiks með eins marka forskot. FH-ingar komu sterkari inn í seinni hálfleik og voru líklegri að bæta við þegar jöfnunarmark Framara kom. Steven Lennon tók aukaspyrnu beint á fjærstöng þar sem Almarr Ormarsson var mættur og skoraði í autt netið eftir skógarferð Róberts í marki FH. Við þetta virtust FH-ingar vakna og fóru að pressa aftur á mark gestanna. Tíu mínútum fyrir leikslok kom sigurmarkið hjá FH-ingum, Jón Ragnar átti fyrirgjöf sem Ingimundur fleytti áfram á fjærstöng þar sem Atli Guðnason var mættur og skallaði boltann yfir Ögmund. Þrátt fyrir að hafa nægan tíma náðu Framarar ekki að skapa sér hættuleg færi eftir þetta og voru heimamenn nær því að skora fjórða mark leiksins. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og lauk leiknum því með 2-1 sigri FH-inga. Gríðarlega mikilvægur sigur sem minnkaði muninn milli KR og FH á toppnum niður í tvö stig þótt KR-ingar eigi leik til góða. Eftir rólegan fyrsta hálfleik settu FH-ingar í annan gír í seinni hálfleik og var sigur þeirra verðskuldaður. Framarar geta verið óánægðir að nýta sér ekki góða frammistöðu í fyrri hálfleik og fara tómhentir heim í Safamýrina. Heimir: Atli er betri skallamaður en fólk heldur„Mér fannst við sýna góðan karakter, við héldum áfram og náðum að næla okkur í þrjú stig. Í stöðunni 1-0 er alltaf hætta, við fengum færi til að gera þetta auðveldara fyrir okkur en nýttum það ekki," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir leikinn. „Þessi leikur af hálfu FH var mjög góður, boltinn gekk betur milli manna en í síðustu leikjum. Við vorum að missa boltann á slæmum stöðum í fyrri hálfleik og fá á okkur hraðar sóknir en það var annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik." „Í seinni hálfleik létum við boltann ganga betur, við létum hann ganga út á vængina og vorum að skapa okkur góða stöðu á vængjunum. Það komu góðar fyrirgjafir en það vantaði kannski aðeins meiri ákefð í boxinu að reyna að klára færin," Eftir jafntefli í síðasta leik gegn Valsmönnum á Hlíðarenda eru FH-ingar komnir aftur á sigurbraut eftir leik kvöldsins. „Fyrri hálfleikurinn gegn Val var ekki góður af okkar hálfu, mér fannst við laga megnið af því í dag. Það var gott hugarfar og menn vildu þennan sigur í kvöld," Kristján Gauti Emilsson byrjaði fyrsta leik sinn á tímabilinu og stóð sig vel einn upp á topp og var Heimir ánægður með frammistöðu hans. „Hann stóð sig vel, hann gerði það sem við báðum hann um að gera, hann var alveg gríðarlega duglegur í dag. Við vitum að hann er frábær fótboltamaður og á bara eftir að verða betri," Atli Guðnason skoraði sigurmarkið af fjærstöng, hann átti nokkrar skemmtilegar tilraunir allar af fjærstöng. „Hann hefur gert þetta í nokkur ár og gerði vel þarna. Atli er betri skallamaður en fólk heldur," sagði Heimir. Ríkharður: Stoltur af mínu liði„Mér fannst við ekki eiga skilið að tapa þessum leik. Ég hlakka til að sjá markið í endursýningu því einhverjir sögðu að eftir snertinguna hefði Atli verið rangstæður," sagði Ríkharður Daðason, þjálfari Fram eftir leikinn. „Ef markið var rangstæða verður þetta ennþá meira svekkjandi. Að því sögðu er ég gríðarlega stoltur af mínu liði, við byrjuðum leikinn mun betur og fáum tvö dauðafæri til að ná forskotinu í byrjun," Framarar byrjuðu leikinn betur en náðu ekki að nýta ágætis færi í fyrri hálfleik. „Maður býst ekki við að stýra leik í Kaplakrika í 90. mínútur en mér fannst alltaf þegar við lentum í vandræðum fengum við engin dauðafæri á okkur. Við gefum þeim fyrsta markið alfarið sjálfir. Við vinnum okkur inn í leikinn og gerum gott mark í föstu leikatriði. Þá finnst mér við vera alveg jafn líklegir að bæta við og þeir." „Ef þú nýtir ekki færin þín, sérstaklega gegn góðum liðum þá kemur það í bakið á þér. Við þurfum að nýta færin okkar betur, við erum búnir að fá fullt af færum í síðustu tveim leikjum en aðeins skorað eitt mark og við þurfum að vinna betur í því," Ríkharður var þó nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins. „Ég held að lið ávinni sér virðingu með frammistöðu, ég held að við höfum unnið okkur einhverja virðingu með okkar leik í kvöld. Það eru ekki margir sem koma í Kaplakrika og gefa FH-ingum svona leik. Mér finnst við hafa sýnt í síðustu tveimur leikjum að við erum erfiðir við að eiga og það er súrt að vera aðeins með stig úr þessum tveimur leikjum," sagði Ríkharður. Björn Daníel: Maður skoðar alla möguleika„Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel í þessum leik en þegar leið á leikinn fannst mér við vinna okkur inn í hann," sagði Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH eftir leikinn. „Við skorum fyrsta markið en fáum svo á okkur klaufa jöfnunarmark. Sem betur fer stigum við upp og náðum að skora annað mark." „Þetta er ekkert í fyrsta sinn sem lið jafnar gegn okkur og við höldum alltaf áfram. Við þurftum þennan sigur, KR-ingar voru komnir fimm stigum á undan okkur svo þetta var mjög mikilvægt," Mark Framara kom úr föstu leikatriði en það virtist vera það sem FH-ingar þurftu, þeir stigu á bensíngjöfina og voru fljótir að ná forskotinu aftur. „Við vorum sérstaklega öflugir þegar þeir jöfnuðu og við þurftum að skora, með smá heppni og betri ákvörðunartöku held ég að við hefðum getað bætt við fleiri mörkum," Mikið hefur verið rætt um áhuga erlendra liða á Birni. „Maður pælir ekkert í því að það séu menn að fylgjast með manni, það er auðvitað gott að vita af því. Maður vill þá gera betur en venjulega og það er fínt að það sé pressa á manni. Ef að möguleikinn kemur að fara út skoðar maður það," sagði Björn Daníel.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira