Umfjöllun,viðtöl og einkunnir: FH - Fram 2-1 Kristinn Páll Teitsson skrifar 3. júlí 2013 11:13 Atli Guðnason tryggði FH-ingum mikilvæg þrjú stig með marki tíu mínútum fyrir leikslok. Framarar höfðu jafnað um miðbik seinni hálfleiks en FH-ingar gáfu aftur í og unnu að lokum mikilvægan sigur. Það var stutt umferð sem fór fram í kvöld, aðeins þrír leikir voru spilaðir vegna þátttöku íslensku liðanna í Evrópudeildinni. FH-ingar gátu saxað bilið á KR-inga á toppi Pepsi deildarinnar í tvö stig á meðan Framarar gátu jafnað ÍBV að stigum í 6. sæti deildarinnar. Gestirnir byrjuðu betur og fengu nokkur ágætis færi í upphafi, Hólmbert Aron Friðjónsson og Steven Lennon áttu báðir fín skot en Róbert Örn í marki FH-inga stóð vaktina sína vel. Það voru hinsvegar heimamenn sem náðu forskotinu um miðbik hálfleiksins. Hornspyrna Samuel Tillens fór beint á Björn Daníel, skalli hans virtist á leiðinni framhjá en fór í Halldór Arnarsson og í netið. Bæði lið fengu hálffæri það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en náðu ekki að nýta það og gengu heimamenn til hálfleiks með eins marka forskot. FH-ingar komu sterkari inn í seinni hálfleik og voru líklegri að bæta við þegar jöfnunarmark Framara kom. Steven Lennon tók aukaspyrnu beint á fjærstöng þar sem Almarr Ormarsson var mættur og skoraði í autt netið eftir skógarferð Róberts í marki FH. Við þetta virtust FH-ingar vakna og fóru að pressa aftur á mark gestanna. Tíu mínútum fyrir leikslok kom sigurmarkið hjá FH-ingum, Jón Ragnar átti fyrirgjöf sem Ingimundur fleytti áfram á fjærstöng þar sem Atli Guðnason var mættur og skallaði boltann yfir Ögmund. Þrátt fyrir að hafa nægan tíma náðu Framarar ekki að skapa sér hættuleg færi eftir þetta og voru heimamenn nær því að skora fjórða mark leiksins. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og lauk leiknum því með 2-1 sigri FH-inga. Gríðarlega mikilvægur sigur sem minnkaði muninn milli KR og FH á toppnum niður í tvö stig þótt KR-ingar eigi leik til góða. Eftir rólegan fyrsta hálfleik settu FH-ingar í annan gír í seinni hálfleik og var sigur þeirra verðskuldaður. Framarar geta verið óánægðir að nýta sér ekki góða frammistöðu í fyrri hálfleik og fara tómhentir heim í Safamýrina. Heimir: Atli er betri skallamaður en fólk heldur„Mér fannst við sýna góðan karakter, við héldum áfram og náðum að næla okkur í þrjú stig. Í stöðunni 1-0 er alltaf hætta, við fengum færi til að gera þetta auðveldara fyrir okkur en nýttum það ekki," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir leikinn. „Þessi leikur af hálfu FH var mjög góður, boltinn gekk betur milli manna en í síðustu leikjum. Við vorum að missa boltann á slæmum stöðum í fyrri hálfleik og fá á okkur hraðar sóknir en það var annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik." „Í seinni hálfleik létum við boltann ganga betur, við létum hann ganga út á vængina og vorum að skapa okkur góða stöðu á vængjunum. Það komu góðar fyrirgjafir en það vantaði kannski aðeins meiri ákefð í boxinu að reyna að klára færin," Eftir jafntefli í síðasta leik gegn Valsmönnum á Hlíðarenda eru FH-ingar komnir aftur á sigurbraut eftir leik kvöldsins. „Fyrri hálfleikurinn gegn Val var ekki góður af okkar hálfu, mér fannst við laga megnið af því í dag. Það var gott hugarfar og menn vildu þennan sigur í kvöld," Kristján Gauti Emilsson byrjaði fyrsta leik sinn á tímabilinu og stóð sig vel einn upp á topp og var Heimir ánægður með frammistöðu hans. „Hann stóð sig vel, hann gerði það sem við báðum hann um að gera, hann var alveg gríðarlega duglegur í dag. Við vitum að hann er frábær fótboltamaður og á bara eftir að verða betri," Atli Guðnason skoraði sigurmarkið af fjærstöng, hann átti nokkrar skemmtilegar tilraunir allar af fjærstöng. „Hann hefur gert þetta í nokkur ár og gerði vel þarna. Atli er betri skallamaður en fólk heldur," sagði Heimir. Ríkharður: Stoltur af mínu liði„Mér fannst við ekki eiga skilið að tapa þessum leik. Ég hlakka til að sjá markið í endursýningu því einhverjir sögðu að eftir snertinguna hefði Atli verið rangstæður," sagði Ríkharður Daðason, þjálfari Fram eftir leikinn. „Ef markið var rangstæða verður þetta ennþá meira svekkjandi. Að því sögðu er ég gríðarlega stoltur af mínu liði, við byrjuðum leikinn mun betur og fáum tvö dauðafæri til að ná forskotinu í byrjun," Framarar byrjuðu leikinn betur en náðu ekki að nýta ágætis færi í fyrri hálfleik. „Maður býst ekki við að stýra leik í Kaplakrika í 90. mínútur en mér fannst alltaf þegar við lentum í vandræðum fengum við engin dauðafæri á okkur. Við gefum þeim fyrsta markið alfarið sjálfir. Við vinnum okkur inn í leikinn og gerum gott mark í föstu leikatriði. Þá finnst mér við vera alveg jafn líklegir að bæta við og þeir." „Ef þú nýtir ekki færin þín, sérstaklega gegn góðum liðum þá kemur það í bakið á þér. Við þurfum að nýta færin okkar betur, við erum búnir að fá fullt af færum í síðustu tveim leikjum en aðeins skorað eitt mark og við þurfum að vinna betur í því," Ríkharður var þó nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins. „Ég held að lið ávinni sér virðingu með frammistöðu, ég held að við höfum unnið okkur einhverja virðingu með okkar leik í kvöld. Það eru ekki margir sem koma í Kaplakrika og gefa FH-ingum svona leik. Mér finnst við hafa sýnt í síðustu tveimur leikjum að við erum erfiðir við að eiga og það er súrt að vera aðeins með stig úr þessum tveimur leikjum," sagði Ríkharður. Björn Daníel: Maður skoðar alla möguleika„Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel í þessum leik en þegar leið á leikinn fannst mér við vinna okkur inn í hann," sagði Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH eftir leikinn. „Við skorum fyrsta markið en fáum svo á okkur klaufa jöfnunarmark. Sem betur fer stigum við upp og náðum að skora annað mark." „Þetta er ekkert í fyrsta sinn sem lið jafnar gegn okkur og við höldum alltaf áfram. Við þurftum þennan sigur, KR-ingar voru komnir fimm stigum á undan okkur svo þetta var mjög mikilvægt," Mark Framara kom úr föstu leikatriði en það virtist vera það sem FH-ingar þurftu, þeir stigu á bensíngjöfina og voru fljótir að ná forskotinu aftur. „Við vorum sérstaklega öflugir þegar þeir jöfnuðu og við þurftum að skora, með smá heppni og betri ákvörðunartöku held ég að við hefðum getað bætt við fleiri mörkum," Mikið hefur verið rætt um áhuga erlendra liða á Birni. „Maður pælir ekkert í því að það séu menn að fylgjast með manni, það er auðvitað gott að vita af því. Maður vill þá gera betur en venjulega og það er fínt að það sé pressa á manni. Ef að möguleikinn kemur að fara út skoðar maður það," sagði Björn Daníel. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Atli Guðnason tryggði FH-ingum mikilvæg þrjú stig með marki tíu mínútum fyrir leikslok. Framarar höfðu jafnað um miðbik seinni hálfleiks en FH-ingar gáfu aftur í og unnu að lokum mikilvægan sigur. Það var stutt umferð sem fór fram í kvöld, aðeins þrír leikir voru spilaðir vegna þátttöku íslensku liðanna í Evrópudeildinni. FH-ingar gátu saxað bilið á KR-inga á toppi Pepsi deildarinnar í tvö stig á meðan Framarar gátu jafnað ÍBV að stigum í 6. sæti deildarinnar. Gestirnir byrjuðu betur og fengu nokkur ágætis færi í upphafi, Hólmbert Aron Friðjónsson og Steven Lennon áttu báðir fín skot en Róbert Örn í marki FH-inga stóð vaktina sína vel. Það voru hinsvegar heimamenn sem náðu forskotinu um miðbik hálfleiksins. Hornspyrna Samuel Tillens fór beint á Björn Daníel, skalli hans virtist á leiðinni framhjá en fór í Halldór Arnarsson og í netið. Bæði lið fengu hálffæri það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en náðu ekki að nýta það og gengu heimamenn til hálfleiks með eins marka forskot. FH-ingar komu sterkari inn í seinni hálfleik og voru líklegri að bæta við þegar jöfnunarmark Framara kom. Steven Lennon tók aukaspyrnu beint á fjærstöng þar sem Almarr Ormarsson var mættur og skoraði í autt netið eftir skógarferð Róberts í marki FH. Við þetta virtust FH-ingar vakna og fóru að pressa aftur á mark gestanna. Tíu mínútum fyrir leikslok kom sigurmarkið hjá FH-ingum, Jón Ragnar átti fyrirgjöf sem Ingimundur fleytti áfram á fjærstöng þar sem Atli Guðnason var mættur og skallaði boltann yfir Ögmund. Þrátt fyrir að hafa nægan tíma náðu Framarar ekki að skapa sér hættuleg færi eftir þetta og voru heimamenn nær því að skora fjórða mark leiksins. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og lauk leiknum því með 2-1 sigri FH-inga. Gríðarlega mikilvægur sigur sem minnkaði muninn milli KR og FH á toppnum niður í tvö stig þótt KR-ingar eigi leik til góða. Eftir rólegan fyrsta hálfleik settu FH-ingar í annan gír í seinni hálfleik og var sigur þeirra verðskuldaður. Framarar geta verið óánægðir að nýta sér ekki góða frammistöðu í fyrri hálfleik og fara tómhentir heim í Safamýrina. Heimir: Atli er betri skallamaður en fólk heldur„Mér fannst við sýna góðan karakter, við héldum áfram og náðum að næla okkur í þrjú stig. Í stöðunni 1-0 er alltaf hætta, við fengum færi til að gera þetta auðveldara fyrir okkur en nýttum það ekki," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir leikinn. „Þessi leikur af hálfu FH var mjög góður, boltinn gekk betur milli manna en í síðustu leikjum. Við vorum að missa boltann á slæmum stöðum í fyrri hálfleik og fá á okkur hraðar sóknir en það var annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik." „Í seinni hálfleik létum við boltann ganga betur, við létum hann ganga út á vængina og vorum að skapa okkur góða stöðu á vængjunum. Það komu góðar fyrirgjafir en það vantaði kannski aðeins meiri ákefð í boxinu að reyna að klára færin," Eftir jafntefli í síðasta leik gegn Valsmönnum á Hlíðarenda eru FH-ingar komnir aftur á sigurbraut eftir leik kvöldsins. „Fyrri hálfleikurinn gegn Val var ekki góður af okkar hálfu, mér fannst við laga megnið af því í dag. Það var gott hugarfar og menn vildu þennan sigur í kvöld," Kristján Gauti Emilsson byrjaði fyrsta leik sinn á tímabilinu og stóð sig vel einn upp á topp og var Heimir ánægður með frammistöðu hans. „Hann stóð sig vel, hann gerði það sem við báðum hann um að gera, hann var alveg gríðarlega duglegur í dag. Við vitum að hann er frábær fótboltamaður og á bara eftir að verða betri," Atli Guðnason skoraði sigurmarkið af fjærstöng, hann átti nokkrar skemmtilegar tilraunir allar af fjærstöng. „Hann hefur gert þetta í nokkur ár og gerði vel þarna. Atli er betri skallamaður en fólk heldur," sagði Heimir. Ríkharður: Stoltur af mínu liði„Mér fannst við ekki eiga skilið að tapa þessum leik. Ég hlakka til að sjá markið í endursýningu því einhverjir sögðu að eftir snertinguna hefði Atli verið rangstæður," sagði Ríkharður Daðason, þjálfari Fram eftir leikinn. „Ef markið var rangstæða verður þetta ennþá meira svekkjandi. Að því sögðu er ég gríðarlega stoltur af mínu liði, við byrjuðum leikinn mun betur og fáum tvö dauðafæri til að ná forskotinu í byrjun," Framarar byrjuðu leikinn betur en náðu ekki að nýta ágætis færi í fyrri hálfleik. „Maður býst ekki við að stýra leik í Kaplakrika í 90. mínútur en mér fannst alltaf þegar við lentum í vandræðum fengum við engin dauðafæri á okkur. Við gefum þeim fyrsta markið alfarið sjálfir. Við vinnum okkur inn í leikinn og gerum gott mark í föstu leikatriði. Þá finnst mér við vera alveg jafn líklegir að bæta við og þeir." „Ef þú nýtir ekki færin þín, sérstaklega gegn góðum liðum þá kemur það í bakið á þér. Við þurfum að nýta færin okkar betur, við erum búnir að fá fullt af færum í síðustu tveim leikjum en aðeins skorað eitt mark og við þurfum að vinna betur í því," Ríkharður var þó nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins. „Ég held að lið ávinni sér virðingu með frammistöðu, ég held að við höfum unnið okkur einhverja virðingu með okkar leik í kvöld. Það eru ekki margir sem koma í Kaplakrika og gefa FH-ingum svona leik. Mér finnst við hafa sýnt í síðustu tveimur leikjum að við erum erfiðir við að eiga og það er súrt að vera aðeins með stig úr þessum tveimur leikjum," sagði Ríkharður. Björn Daníel: Maður skoðar alla möguleika„Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel í þessum leik en þegar leið á leikinn fannst mér við vinna okkur inn í hann," sagði Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH eftir leikinn. „Við skorum fyrsta markið en fáum svo á okkur klaufa jöfnunarmark. Sem betur fer stigum við upp og náðum að skora annað mark." „Þetta er ekkert í fyrsta sinn sem lið jafnar gegn okkur og við höldum alltaf áfram. Við þurftum þennan sigur, KR-ingar voru komnir fimm stigum á undan okkur svo þetta var mjög mikilvægt," Mark Framara kom úr föstu leikatriði en það virtist vera það sem FH-ingar þurftu, þeir stigu á bensíngjöfina og voru fljótir að ná forskotinu aftur. „Við vorum sérstaklega öflugir þegar þeir jöfnuðu og við þurftum að skora, með smá heppni og betri ákvörðunartöku held ég að við hefðum getað bætt við fleiri mörkum," Mikið hefur verið rætt um áhuga erlendra liða á Birni. „Maður pælir ekkert í því að það séu menn að fylgjast með manni, það er auðvitað gott að vita af því. Maður vill þá gera betur en venjulega og það er fínt að það sé pressa á manni. Ef að möguleikinn kemur að fara út skoðar maður það," sagði Björn Daníel.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki