Enski boltinn

Drukkinn McGrath handtekinn fyrir að láta ófriðlega

McGrath í baráttu við Jurgen Klinsmann á HM 1994.
McGrath í baráttu við Jurgen Klinsmann á HM 1994.
Gamli varnarmaðurinn Paul McGrath hefur löngum átt í erfiðri baráttu við bakkus og þeirri baráttu virðist hvergi nærri vera lokið.

Hinn 53 ára gamli McGrath var handtekinn um síðustu helgi þar sem hann lét ófriðlega á almannafæri og linnti ekki látum þrátt fyrir beiðnir um að hafa hljótt.

Farið var með hann á lögreglustöð og hann kærður. McGrath á yfir höfði sér einhverja sekt fyrir ólætin.

McGrath hefur alla tíð talað umbúðalaust um baráttu sína við brennivínið. Þrátt fyrir að drekka mikið tókst honum að spila frábærlega með bæði Man. Utd og Aston Villa.

Hann spilaði þess utan 83 landsleiki fyrir Íra og skoraði í þeim landsleikjum 8 mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×