Fótbolti

Neymar svífur um á bleiku skýi

Lífið leikur við Brasilíumanninn Neymar þessa dagana. Hann er nýbúinn að semja við Barcelona og fór svo á kostum með Brasilíu sem vann Álfubikarinn. Þar var Neymar valinn maður mótsins.

Neymar viðurkennir að hann njóti lífsins í botn þessa dagana enda margt gott að gerast.

"Það var ánægjulegt að vinna Álfubikarinn á heimavelli og ég er að fara að upplifa frábæra tíma í Barcelona. Lífið er gott," sagði Neymar sem hefur verið að spila með Messi og vinum hans í sýningarleikjum.

Barcelona greiddi 57 milljónir evra fyrir Neymar og margir eru orðnir ansi spenntir að sjá hann spila með Messi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×