Fótbolti

Messi er einfaldur maður

Lionel Messi.
Lionel Messi.
Framherji PSG, Ezequiel Lavezzi, er mjög hrifinn af landa sínum, Lionel Messi, sem hann segir vera virtan hjá félögum sínum. Ekki bara fyrir fótboltahæfileikana heldur líka vegna þess að hann sé yndislegur maður.

"Ég er ekki einn um að halda að Messi sé sá besti í heimi. Hann hefur líka margsannað að hann er sá besti," sagði Lavezzi.

"Ég hitti Messi fyrst fyrir nokkru síðan í landsliðinu. Hann er mjög einfaldur maður sem er virtur og dáður af félögum sínum.

"Honum hefur tekist að finna það sem skiptir mestu máli í lífinu en það tekst öllum ekki. Það segir mikið um hann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×