Enski boltinn

Neville kemur aftur til Man. Utd

Neville í sínum síðasta leik á Old Trafford. Þá í búningi Everton.
Neville í sínum síðasta leik á Old Trafford. Þá í búningi Everton.
Það hefur verið talað um það í nokkurn tíma að Phil Neville myndi snúa aftur á Old Trafford og Sky segist hafa heimildir fyrir því að hann verði hjá Man. Utd næsta vetur.

Eðlilega ekki sem leikmaður enda er Neville búinn að henda skónum í hilluna. Hann ætlar sér aftur á móti stóra hluti í þjálfun og David Moyes, stjóri Man. Utd, hefur boðið Neville þjálfarastarf hjá félaginu.

Neville var leikmaður Man. Utd í ellefu ár og spilaði 385 leiki fyrir félagið. Hann fór svo í kjölfarið til Everton þar sem hann kláraði sinn feril undir stjórn Moyes.

David James, markvörður ÍBV, gaf Neville undir fótinn á dögunum og reyndi að fá hann til Eyja. Neville var ekki klár í það og hefur í staðinn fengið vinnu hjá Man. Utd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×