Enski boltinn

Ekki búið að semja um marklínutæknina

Dómarar munu fá meldingu í þetta úr ef boltinn fer yfir línuna.
Dómarar munu fá meldingu í þetta úr ef boltinn fer yfir línuna.
Enska knattspyrnusambandið ætlar að styðjast við marklínutækni í ensku úrvalsdeildinni næsta vetur. Það er þó ekki enn búið að ganga frá samningum.

Enska knattspyrnusambandið ákvað að nota Hawkeye-kerfið og komst að samkomulagi um það í apríl síðastliðnum. Byrjað er að setja búnaðinn upp á einhverjum völlum þó svo ekki sé búið að ganga frá samningum.

Aðeins sex vikur eru í að enska deildin byrji og eru einhverjir farnir að hafa áhyggjur af því að ekki verði búið að ganga frá samningum fyrir þann tíma.

Forráðamenn enska knattspyrnusambandsins lofa því að þeir muni skrifa undir samningana fyrir tímabilið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×