Fótbolti

Soffía í hópinn í stað Katrínar

Katrín Ásbjörnsdóttir.
Katrín Ásbjörnsdóttir.
Katrín Ásbjörnsdóttir, leikmaður Þórs/KA, hefur neyðst til þess að draga sig úr íslenska landsliðshópnum fyrir EM vegna meiðsla.

Í hennar stað kemur Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir úr Stjörnunni.

Breytingin er gerð með þeim fyrirvara að UEFA samþykki beiðni KSÍ um að taka inn nýjan leikmann fyrir úrslitakeppnina.

Breytingar á þeim 23ja manna lista sem var sendur UEFA 1. júlí síðastliðinn eru háðar samþykki læknanefndar UEFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×