Enski boltinn

Flo kominn aftur til Chelsea

Flo fagnar marki með Chelsea.
Flo fagnar marki með Chelsea.
Kunnugleg andlit halda áfram að streyma á Stamford Bridge en nú er félagið búið að ráða Norðmanninn Tore Andre Flo í vinnu.

Flo hefur verið ráðinn sem unglingaþjálfari í knattspyrnuakademíu félagsins.

Það var Ruud Gullit sem keypti Flo á 300 þúsund pund árið 1997 en þá lék Flo með Brann. Hann skoraði 50 mörk fyrir félagið áður en hann var seldur á 12 milljónir punda til Rangers.

Flo spilaði 76 landsleiki fyrir Noreg á sínum tíma og var afar skæður framherji sem hentaði vel í enska boltann.

"Ég er mjög spenntur fyrir því að Mourinho sé kominn hingað. Það vildu allir fá hann. Það verður pressa á honum en hann kann að höndla pressuna betur en flestir aðrir," sagði Flo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×