Enski boltinn

Stoke City fær til sín strák frá Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marc Muniesa með félögum sínum í Evrópumeistaraliði Spánar. Hann er annar frá hægri.
Marc Muniesa með félögum sínum í Evrópumeistaraliði Spánar. Hann er annar frá hægri. Mynd/AFP
Mark Hughes, knattspyrnustjóri Stoke City, krækti í nýjan leikmann í dag þegar varnarmaðurinn Marc Muniesa skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið. Muniesa kemur á frjálsri sölu frá Barcelona en hann er nýkrýndur Evrópumeistari með spænska 21 árs landsliðinu.

Muniesa er annar leikmaðurinn sem Hughes fékk til sín en áður hafði hollenski landsliðsmaðurinn Erik Pieters kom frá PSV Eindhoven. Pieters er 24 ára vinstri bakvörður og ætlar Hughes því greinilega að styrkja varnarleik Stoke-liðsins.

Marc Muniesa er 21 árs gamall síður en í mars en hann er 180 sm á hæð og hefur verið í herbúðum Barca síðan 1992. Hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Barcelona 17 ára og 57 daga gamall (23. maí 2009) en náði aðeins að spila þrjá leiki til viðbótar.

„Þetta var ekki erfið ákvörðun fyrir mig. Ég kom til Englands í gær og hitti fólkið á bak við klúbbinn. Ég get ekki beðið eftir að tímabilið með Stoke byrji," sagði Muniesa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×