Fótbolti

Fall niður FIFA-listann

Lagerbäck brosir ekki yfir nýjum lista en Ísland er þó talsvert ofar á listanum en það var þegar hann tók við.
Lagerbäck brosir ekki yfir nýjum lista en Ísland er þó talsvert ofar á listanum en það var þegar hann tók við. mynd/vilhelm
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þarf að sætta sig við falla niður um tólf sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefin var út í morgun.

Ísland er nú komið í 73. sæti á listanum en á Evrópulistanum er Ísland í 35. sæti.

Spánverjar eru sem fyrr á toppi listans og þar á eftir koma Þjóðverjar, Kólumbíumenn, Argentínumenn og Hollendingar.

England féll niður um sex sæti og er í 15. sæti listans en Brassarnir eru komnir inn á topp tíu listann á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×