Enski boltinn

Steve McClaren tekur að sér starf hjá QPR

Stefán Árni Pálsson skrifar
Englendingurinn Steve McClaren mun taka að sér tímabundið verkefni hjá enska knattspyrnuliðinu Queens Park Rangers en hann mun vinna með þjálfarateymi liðsins næstu mánuði.

Steve McClaren hefur verið atvinnulaus síðan í ferbrúar þegar hann hætti með hollenska liðið Twente.

Englendingurinn hefur átt nokkuð farsælan feril sem knattspyrnustjór  en hann hefur stýrt

Middlesbrough, enska landsliðinu, Twente, VfL Wolfsburg, Nottingham Forest og nú er hann orðin partur af þjálfarateymi QPR.

Þar mun hann aðstoða Harry Redknapp, knattspyrnustjóra QPR, en McClaren var aðstoðarmaður Alex Ferguson hjá Manchester United á árunum 1999-2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×