Enski boltinn

Ungur Dani orðinn dýrasti leikmaður Cardiff

Cornelius í leik með FCK.
Cornelius í leik með FCK.
Aron Einar Gunnarsson og félagar hjá Cardiff City fengu liðsstyrk í gær þegar danski framherjinn Andreas Cornelius skrifaði undir fimm ára samning við félagið.

Þessi tvítugi Dani kemur frá FCK. Hann er dýrasti leikmaður í sögu Cardiff en félagið greiddi 8,5 milljónir punda fyrir hann.

"Það er draumur að rætast hjá mér. Það er gríðarlega spennandi að fá að spila með Cardiff í úrvalsdeildinni," sagði Cornelius en hann var að klára háskólanám í heimalandinu.

Framherjinn skoraði 18 mörk í dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og komst einnig í A-landsliðið í fyrsta skipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×