Enski boltinn

Rodgers ætlar að versla meira

Rodgers segir Carragher til.
Rodgers segir Carragher til.
Liverpool er búið að versla fjóra leikmenn á markaðnum í sumar en stjóri liðsins, Brendan Rodgers, segist ekki vera búinn að loka veskinu.

Þeir Kolo Toure, Simon Mignolet, Iago Aspas og Luis Alberto mættu allir til æfinga hjá félaginu í gær.

"Það myndi hjálpa okkur mikið að fá annan sóknarmann," sagði Rodgers en hann er á eftir Henrikh Mkhitaryan, leikmann Shaktar Donetsk. Rodgers er líka sagður vera að skoða varnarmann.

"Við verðum að bíða og sjá hvernig þessi mál þróast næstu mánuði."

Rodgers keypti öfluga menn síðasta janúar í þeim Daniel Sturridge og Philippe Coutinho. Þeir eiga væntanlega eftir að reynast liðinu enn betur í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×