Enski boltinn

Chelsea búið að kaupa Van Ginkel

Marco van Ginkel.
Marco van Ginkel.
Það var tilkynnt í morgun að Chelsea væri búið að kaupa hinn efnilega Marco van Ginkel frá Vitesse Arnhem.

Þessi tvítugi miðjumaður á eftir að fara í læknisskoðun og semja um kaup og kjör.

Hann skoraði átta mörk fyrir Vitesse í hollensku úrvalsdeildinni síðasta vetur en lið hans hafnaði í fjórða sæti deildarinnar. Það var besti árangur félagsins í fimmtán ár.

Van Ginkel er kominn í hollenska landsliðið og lék sinn fyrsta landsleik gegn Þjóðverjum í nóvember á síðasta ári.

Van Ginkel er annar leikmaðurinn sem Jose Mourinho kaupir í sumar en hann hafði áður keypt Andre Schürrle frá Bayer Leverkusen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×