Enski boltinn

Sjöundi Spánverjinn kominn til Swansea

Pozuelo í leik gegn Barcelona.
Pozuelo í leik gegn Barcelona.
Enska úrvalsdeildarfélagið Swansea City er á fullu að styrkja sig þessa dagana. Liðið er nú búið að kaupa miðjumanninn Alejandro Pozuelo frá Real Betis.

Kaupverð var ekki gefið upp en Pozuelo skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Hinn 21 árs gamli Pozuelo spilaði ellefu leiki fyrir Betis í spænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann er sjöundi Spánverjinn í leikmannahópi Swansea.

Hjá Swansea hittir hann fyrir Jose Canas sem lék með honum hjá Betis á sínum tíma.

"Síðan ég var lítill drengur hefur það verið draumur minn að spila í ensku úrvalsdeildinni. Ég hef fylgst með Swansea en leikstíll þeirra hentar mér vel. Það mun svo hjálpa mér að hafa svona marga Spánverja á staðnum," sagði Pozuelo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×