Fótbolti

Hækkað í verði um 900 milljónir króna

Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.
Hollenska félagið Heerenveen hefur farið fram á háa fjárhæð fyrir framherjann Alfreð Finnbogason eða í kringum milljarð. Takist félaginu að fá þann pening fyrir Alfreð mun félagið hagnast vel.

Alfreð var keyptur til Heerenveen í ágúst í fyrra og þá greiddi hollenska félagið rúmar 120 milljónir fyrir framherjann.

Tæpu ári síðar vill félagið fá milljarð fyrir leikmanninn og þar af leiðandi græða um 900 milljónir króna fyrir Alfreð eftir eitt tímabil.

Alfreð átti frábært tímabil hjá Heerenveen en hann skoraði 24 mörk í 31 leik fyrir félagið síðasta vetur.

Það er því ekki skrítið að verðmiðinn á honum hafi hækkað en spurning hvort forráðamenn Heerenveen séu að fara fram á aðeins of mikið?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×