Enski boltinn

Higuain má tala við Arsenal

Það hefur gengið mjög illa hjá Arsenal að landa Argentínumanninum Gonzalo Higuain en Arsenal virtist vera búið að landa honum um daginn.

Svo hefur málið dregist á langinn en það ku vera að rofa til eftir því sem faðir Higuain segir.

Jorge Higuain segir að Real Madrid sé búið að gefa syni sínum leyfi til þess að ræða við Arsenal. Eftir því leyfi hefur verið beðið.

Higuain er talinn kosta 22 milljónir punda og Arsenal er til í að reiða fram þá fjárhæð.

Jorge Higuain segir að sonur hans sé mjög spenntur fyrir því að spila í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×