Enski boltinn

Liverpool að ná í Mkhitaryan

Stefán Árni Pálsson skrifar
Henrikh Mkhitaryan í leik með Shakhtar Donetsk.
Henrikh Mkhitaryan í leik með Shakhtar Donetsk. Mynd / Getty Images
Enska knattspyrnuliðið Liverpool er við það að semja við Henrikh Mkhitaryan frá Shakhtar Donetsk en félagið hefur lagt fram tilboð uppá 25 milljónir punda.

Armeninn hefur verið orðaður við liðið undanfarnar vikur en sögusagnir eru á kreiki þess efnis að Luis Suarez sé á förum frá Liverpool í sumar.

Mkhitaryan gæti því komið sterkur inn í hans stað en leikmaðurinn hefur einnig verið orðaður við Borussia Dortmund í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×