Fleiri fréttir

Logi þjálfar Stjörnuna - Rúnar Páll aðstoðar

Logi Ólafsson var í dag kynntur sem nýr þjálfari Stjörnunnar í Pepsi-deild karla en Logi stýrði Selfyssingum í sumar. Logi tekur við liðinu af Bjarna Jóhannssyni. Þetta var fyrst staðfest á heimsíðu stuðningsmannasveitar Stjörnunnar.

Sigurður Ragnar: Þær spila allt öðruvísi fótbolta en við

Sigurður Ragnar Eyjólfsson valdi í gær 18 manna landsliðshóp fyrir umspilsleiki á móti Úkraínu en í boði er sæti í úrslitakeppni EM. Sigurður Ragnar heldur tryggð við þann hóp sem mætti Norðmönnum í Osló á dögunum. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 ræddi við hann í gær.

Blatter sat fyrir svörum í Laugardalnum

Vísir var með beina textalýsingu frá blaðamannafundi Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Þar voru hin ýmsu málefni tengd FIFA rædd.

Lið Þóru og Söru ekki lengur í peningavandræðum

Íslendingaliðið LDB Malmö er í góðum máum á toppi sænsku kvennadeildarinnar í fótbolta og nú berast fleiri góðar fréttir af liði þeirra Þóru B. Helgadóttur og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur.

Joe Allen stoppaði sigurgöngu Gareth Bale

Joe Allen, miðjumaður Liverpool, var í gær valinn knattspyrnumaður ársins í Wales en þessi 22 ára gamli leikmaður var einnig kosinn besti leikmaður Swansea á síðasta tímabili á þessari árlegu uppgjörshátíð fótboltans í Wales.

Leeds er eins og ung Pamela Anderson

Enskir fjölmiðlar segja frá því að enska félagið Leeds United gæti verið komið með nýjan eiganda innan þriggja vikna en stjórnarformaðurinn Ken Bates er í viðræðum við eignarfélagið Gulf Finance House frá Barein. The Sun náði í skottið á David Haigh sem er aðstoðarframkvæmdastjóri Gulf Finance House.

Bolton búið að reka Owen Coyle

Bolton Wanderers hefur ákveðið að reka knattspyrnustjórann Owen Coyle en hann hefur verið með liðið frá því að hann tók við af Gary Megson í janúar 2010.

Brendan Rodgers: Það virðast gilda allt aðrar reglur um Suarez

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, er allt annað en sáttur við þá umræðu sem er í gangi í kringum Úrúgvæmanninn Luis Suarez. Tony Pulis, stjóri Stoke, heimtaði að enska sambandið refsaði Suarez fyrir síendurtekinn leikaraskap og vildi að Suarez yrði dæmdur í þriggja leikja bann fyrir "dýfu" í teignum.

Margrét Lára búin að fresta aðgerðinni sinni

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins, valdi í gær hópinn sem mætir Úkraínu í tveimur umspilsleikjum síðar í þessum mánuði, en í boði er sæti í úrslitakeppni EM. Leikið verður ytra 20. október og hér heima, á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október.

Logi Ólafsson ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis þá er knattspyrnudeild Stjörnunnar búin að semja við Loga Ólafsson um að þjálfa karlalið félagsins. Samningurinn er til tveggja ára.

Walter Samuel þekkir ekkert annað en að vinna AC Milan

Argentínumaðurinn Walter Samuel þekkir ekkert annað en að vinna "Derby della Madonnina" eða borgarslaginn í Mílanó upp á íslenska tungu. Samuel skoraði eina markið þegar Inter Milan vann AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Halmstad tapaði dýrmætum stigum

Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steindórsson spiluðu báðir allan leikinn þegar að Halmstad gerði 2-2 jafntefli við Varberg í sænsku B-deildinni í kvöld.

Brassi kominn í hollenska landsliðið

Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins í fótbolta, hefur kallað á varnarmanninn Douglas í hópinn sinn fyrir komandi leiki við Andorra og Rúmeníu í undankeppni HM.

Jonjo Shelvey valinn í enska landsliðið

Liverpool-maðurinn Jonjo Shelvey er búinn að spila sig inn í enska landsliðið því Roy Hodgson hefur kallað á hann ásamt Chelsea-manninum Ryan Bertrand fyrir leiki Englendinga á móti San Marínó og Póllandi í undankeppni HM.

Gunnlaugur tekur við HK

Gunnlaugur Jónsson verður næsti þjálfari HK en það verður tilkynnt nú í vikunni, samkvæmt heimildum Vísis.

Sóknarmennirnir okkar detta út hver á fætur öðrum

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður sænska liðsins Norrköping, hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum fyrir leikina við Albaníu og Sviss í undankeppni HM út af persónulegum ástæðum. Ekki verður annar leikmaður kallaður inn í hópinn að svo stöddu samkvæmt frétt á heimasíðu KSÍ.

Sigurður Ragnar valdi sömu stelpur og mættu Noregi

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Úkraínu í tveimur umspilsleikjum síðar í þessum mánuði en í boði er sæti í úrslitakeppni EM. Leikið verður ytra 20. október og hér heima, á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október.

Enska knattspyrnusambandið kærir Ashley Cole

Ashley Cole, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins, verður kallaður fyrir aganefnd enska sambandsins fyrir skrif sín inn á twitter-síðu sína í síðustu viku.

Ólafur Kristjáns leikgreinir Juventus fyrir Nordsjælland

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, er í mikilvægu starfi hjá Meistaradeildarliði Nordsjælland en danska liðið er í riðli með hákarlaliðum eins og Chelsea, Shakhtar Donetsk og Juventus. Ólafur sér um að leikgreina andstæðing Nordsjælland í Meistaradeildinni en þetta kom fram í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu.

Blackburn staðfestir að Alan Shearer komi til greina

Alan Shearer er einn af þeim sem kemur til greina sem nýr knattspyrnustjóri hjá Blackburn Rovers en þetta staðfesti framkvæmdastjóri félagsins, Derek Shaw, við Guardian. Vinsældir Shearer hjá stuðningsmönnum félagsins eiga þó ekki að hafa áhrif á ráðninguna.

Hver átti flottasta mark helgarinnar í enska boltanum?

Enska úrvalsdeildin hefur gert upp leiki helgarinnar og það má finna sviðmyndir frá öllum leikjunum sem og allskyns samantektarpakka inn á Sjónvarpsvef Vísis. Þar á meðal er myndband með fimm flottustu mörk helgarinnar.

Stjóri Newcastle vill að Van Persie verði refsað

Alan Pardew, stjóri Newcastle, var ekki sáttur með olnbogaskot Robin van Persie í leik Newcastle og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. United vann leikinn 3-0 en atvikið gerðist undir lok leiksins.

Lét viskuna ráða að þessu sinni

Markamaskína AGF, Aron Jóhannsson, mun ekki fá tækifæri til þess að spila sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland í komandi leikjum í undankeppni HM. Hann dró sig úr hópnum í gær þar sem hann er að glíma við meiðsli í nára.

Balotelli beint útaf og í flug

Mario Balotelli var allt annað en sáttur þegar Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City skipti honum útaf eftir 55 mínútur í sigri Englandsmeistaranna á Sunderland í gær. Balotelli fann sér næsta lausa flug til Ítalíu og var fljótur um borð.

Guðjón valinn í hópinn í stað Arons

Framherjinn Guðjón Baldvinsson, leikmaður Halmstad, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu í stað Arons Jóhannssonar sem er meiddur.

Dapurt gengi Íslendingaliðanna í Noregi

Það var fátt um fína drætti hjá Íslendingaliðunum í Noregi í dag. Aðeins Haugesund með Andrés Má Jóhannesson í byrjunarliðinu vann sigur en Steinþór Freyr Þorsteinsson, Óskar Örn Hauksson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Elfar Freyr Helgason og Veigar Páll Gunnarsson voru allir í tapliðum.

Ari Freyr Skúlason skoraði fyrir Sundsvall

Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn og skoraði fyrir Sundsvall í 2-2 jafntefli gegn Örebro á útivelli. Örebro jafnaði metin í uppbótartíma en allt benti til þess að mark Ara yrði mikilvægt sigurmark í fallbaráttunni.

Ragnar og Rúrik með í jafntefli FCK

Ragnar Sigurðsson var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar sem tapaði tveimur stigum gegn Esbjerg á útivelli í dag. Esbjerg jafnaði þegar þrjár mínútur voru til leiksloka og lokatölur 2-2.

Jóhann Berg í tapliði

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar sem tapaði 3-0 á útivelli gegn toppliði Twente í hollensku úrvalsdeildinni í dag. AZ missti tvo leikmenn af velli með rautt spjald í stöðunni 1-0 þegar rétt liðlega 50 mínútur voru liðnar af leiknum.

Malmö þokast nær titlinum

Þóra Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir léku allan leikinn fyrir Malmö í 1-0 útisigri á Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Liðið náði þar með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir.

Guðmundur skoraði í sigri Start

Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson léku allan leikin fyrir Start sem sigraði Mjöndalen 3-1 í norsku 1. deildinni í dag. Guðmundur gulltryggði sigurinn með þriðja marki Start á 85. mínútu.

Markalaust á Anfield

Liverpool og Stoke gerðu markalaust jafnefli á Anfield Road í Liverpool í dag. Stoke mætti til leiks til að ná í stig og með hörðum leik, mikilli baráttu og stífum varnarleik og það gekk upp.

Óánægja með hegðun Balotelli

Ítalinn Mario Balotelli hélt áfram að ögra stjóra Man. City, Roberto Mancini, í gær er hann labbaði beint til búningsklefa eftir að hafa verið skipt af velli gegn Sunderland.

Dramatískt jafntefli hjá Southampton og Fulham

Southampton og Fulham gerðu dramatískt 2-2 jafntefli St. Mary´s leikvanginum í Southampton í dag. Fulham virtist ætla að sigra leikinn þegar liðið komst yfir á 88. mínútu en nýliðar Southampton jöfnuðu metin tveimur mínútum síðar og tryggðu sér verðskuldað stig.

Pelé: Neymar er ekki nógu sterkur fyrir enska boltann

Brasilíumaðurinn Pelé er afar málglaður og leiðist ekkert sérstaklega að tjá sig um menn og málefni. Hann hefur nú enn eina ferðina tjáð sig um landa sinn, Neymar, sem menn bíða eftir að fara í evrópska boltann.

Sjá næstu 50 fréttir