Fleiri fréttir

Tvö mörk Alfreðs dugðu ekki til sigurs

Það er ekkert lát á góðu gengi framherjans Alfreðs Finnbogasonar en hann skoraði tvö mörk fyrir lið sitt, Heerenveen, í kvöld er það gerði 3-3 jafntefli við Vitesse.

Heiðar skallaði Cardiff á toppinn

Heiðar Helguson var hetja Cardiff í kvöld er hann skoraði bæði mörk liðsins í frábærum útisigri á Ipswich Town. Lokatölur 1-2 eftir að Cardiff hafði verið undir í hálfleik.

Aron getur ekki hætt að skora

Aron Jóhannsson var enn eina ferðina á skotskónum með félagi sínu, AGF, er það sótti SönderjyskE heim í dönsku úrvalsdeildinni og vann góðan sigur, 0-3.

Hermann búinn að semja við ÍBV

Hermann Hreiðarsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við ÍBV en það lá fyrir á dögunum að hann myndi taka við af Magnúsi Gylfasyni sem þjálfari liðsins.

Terry má spila með Chelsea

Roberto di Matteo, stjóri Chelsea, segir að John Terry sé enn löglegur með liði Chelsea þó svo búið sé að dæma leikmanninn í fjögurra leikja bann.

Rúnar Már bestur í sumar

Valsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er leikmaður ársins hjá Fréttablaðinu, en hann var með hæstu meðaleinkunn allra leikmanna Pepsi-deildarinnar í ár.

Börsungar geta náð vænni forystu

Tvö af bestu knattspyrnuliðum heims, Barcelona og Real Madrid, eigast við kl. 17.50 á sunnudag þegar þessi risar mætast í spænsku úrvalsdeildinni. Leikið verður á Nou Camp, heimavelli Barcelona.

Framtíð landsliðsins björt

Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari segir að miðað við aldur og reynslu leikmanna íslenska landsliðsins lofi framtíðin verulega góðu. "Ég vona að ég fái að lifa í nokkur ár í viðbót svo ég geti áfram fylgst með íslenska landsliðinu,“ sagði hann.

Frábær endurkoma hjá Arsenal

Arsenal komst upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann sterkan útisigur, 1-3, á nágrönnum sínum í West Ham.

Í beinni: Chelsea - Norwich

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Chelsea og Norwich í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Emil skoraði fyrir Hellas Verona en það dugði ekki

Emil Hallfreðsson skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu í kvöld þegar lið hans Hellas Verona tapaði 1-2 fyrir Padova í 8. umferð ítölsku b-deildarinnar í fótbolta en leikurinn fór fram á heimavelli Padova.

Malmö stoppaði Gunnar Heiðar

Norrköping tapaði 2-0 á útivelli á móti Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en Malmö komst fyrir vikið upp að hlið Elfsborg á toppi deildarinnar.

Bannið hjá þjálfara Juventus stytt um sex mánuði

Antonio Conte, þjálfari Juventus, var dæmdur í tíu mánaða bann fyrir tímabilið vegna þess að hann tilkynnti ekki um það þegar leikmenn hans hagræddu úrslitum þegar hann þjálfaði Siena tímabilið 2010-11. Íþróttadómstóll Ítalíu hefur nú stytt bannið um sex mánuði.

Liverpool sagt hafa áhuga á leikmanni PSV

Liverpool er í dag orðað við Belgann Dries Mertens sem er vængmaður hjá PSV Eindhove. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, er sagður hafa verið hrifinn af leikmanninum lengi.

Hodgson sakaður um að tryggja sér leikmenn

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, getur ekki valið hóp þessa dagana án þess að hann sé sakaður um að vera að tryggja sér leikmenn svo þeir spili ekki með öðrum landsliðum.

Giroud: Kemur að því að ég skori

Frakkinn Olivier Giroud var fenginn til Arsenal til þess að skora mörk en það hefur ekki gengið upp til þessa. Leikmaðurinn er ekki enn búinn að skora í sex leikjum með liðinu.

Enginn vafi um sekt Terry

Enska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér rökstuðning vegna fjögurra leikja bannsins sem John Terry, fyrirliði Chelsea, fékk fyrir kynþáttaníð í garð Anton Ferdinand, leikmanns QPR.

Mancini: Erfiðara að verja titilinn en vinna hann

Roberto Mancini, stjóri Man. City, segir að það verði erfiðara að verja enska meistaratitilinn en að vinna hann og var nú frekar erfitt fyrir liðið að vinna titilinn á síðustu leiktíð.

Hodgson biður Rio afsökunar

Landsliðsþjálfari Englands, Roy Hodgson, blaðraði um það í neðanjarðarlest í London að hann myndi ekki velja Rio Ferdinand aftur í enska landsliðið. Hann sér mikið eftir því.

Guðjóni sagt upp störfum í Grindavík | Milan Stefán tekur við

Guðjóni Þórðarsyni var í kvöld sagt upp störfum hjá Grindavík en undir hans stjórn féll knattspyrnuliðið úr Pepsi-deild karla. Samkvæmt heimildum Vísis mun Milan Stefan Jankovic taka við þjálfun liðsins en hann var aðstoðarþjálfari liðsins í sumar og hann hefur mikla reynslu af þjálfun liðsins. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn knattspyrnudeildar Grindavíkur né Guðjón.

Spiluðu áfram þrátt fyrir hvirfilbyl

Hreint lygileg uppákoma varð í leik í Suður-Ameríku á dögunum. Þá byrjaði hvirfilbylur í miðjum leik en leikmenn kipptu sér lítið upp við það að vera í lífshættu.

Arsenal vann Barcelona samanlagt 7-0

Nýkrýndir Englandsmeistarar Arsenal fóru auðveldlega inn í sextán liða úrslit Meistaradeildar kvenna í fótbolta eftir 4-0 sigur á Barcelona í seinni leiknum í dag. Enska liðið vann leikina tvo samanlagt 7-0.

Brendan Rodgers: Við erum að fá á okkur alltof auðveld mörk

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, var að vonum ekki sáttur eftir 2-3 tap á móti Udinese í Evrópudeildinni í kvöld en leikurinn fór fram á Anfield. Liverpool komst yfir í leiknum og var með mikla yfirburði stóran hluta hans en skelfilegur kafli í seinni hálfleik fór með leikinn.

Helgi Valur skoraði eftir sjö mínútur en AIK tapaði

Helgi Valur Daníelsson var á skotskónum með AIK í Evrópudeildinni í kvöld en það dugði ekki því sænska liðið varð að sætta sig við 2-3 tap á móti Dnipro á heimavelli. FC Kaupmannahöfn tapaði líka sínum leik.

Margrét Lára skoraði í sigri Kristianstad

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði seinna mark Kristianstad í 2-0 útisigri á Umeå í sænsku kvennadeildinni í kvöld. Þetta var annar sigur Kristianstad í röð og annar leikurinn í röð þar sem Margrét Lára er á skotskónum.

Liverpool fékk á sig þrjú mörk í seinni og tapaði á Anfield

Liverpool náði ekki að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik og varð að sætta sig við 2-3 tap fyrir ítalska félaginu Udinese á heimavelli sínum í A-riðli Evrópudeildarinnar á Anfield í kvöld. Ítalarnir skoruðu öll þrjú mörkin sín í seinni hálfleik og Liverpool sat eftir með svekkjandi tap.

Sannfærandi sigur Newcastle

Newcastle átti ekki í miklum vandræðum með franska liðið Bordeaux en Frakkarnir voru efstir í riðlinum fyrir leikinn. Newcastle skoraði þrjú mörk á fyrstu 49 mínútunum og vann öruggan 3-0 sigur.

Samuel Eto´o skoraði bæði mörk Anzhi

Kamerúnmaðurinn Samuel Eto´o skoraði bæði mörk rússneska félagsins Anzhi þegar liðið vann 2-0 heimasigur á svissneska liðinu Young Boys í öðrum leik liðanna í A-riðli Evrópudeildarinnar. Anzhi hefur stigi meira en Liverpool sem spilar seinna í kvöld.

Áhorfendum í Pepsi-deildinni fækkaði annað árið í röð

Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út upplýsingar um áhorfendaaðsókn á leiki Pepsi-deildar karla í sumar og þar kemur í ljós að áhorfendum fækkaði annað sumarið í röð. Alls mættu 136.470 áhorfendur á leikina 132 í Pepsi-deild karla á nýliðnu keppnistímabili sem gerir 1.034 áhorfendur að meðaltali á hvern leik.

Bjarni nýr þjálfari KA

Bjarni Jóhannsson hefur tekið við þjálfun 1. deildarliðs KA en það var tilkynnt á blaðamannafundi nú síðdegis. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Annað jafntefli í röð hjá Tottenham í Evrópudeildinni

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði síðustu 23 mínúturnar þegar Tottenham gerði 1-1 jafntefli við gríska liðið Panathinaikos á Ólympíuleikvanginum í Aþenu í kvöld í J-riðli Evrópudeildarinnar. Tottenham komst í 1-0 en fékk á sig jöfnunarmark úr skyndisókn þegar þrettán mínútur voru til leiksloka. Tottenham gerði markalaust jafntefli við Lazio í fyrstu umferðinni.

Sjá næstu 50 fréttir