Enski boltinn

Stjóri Newcastle vill að Van Persie verði refsað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alan Pardew, stjóri Newcastle, var ekki sáttur með olnbogaskot Robin van Persie í leik Newcastle og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. United vann leikinn 3-0 en atvikið gerðist undir lok leiksins.

Pardew heldur því fram að Robin van Persie hafi gefið Yohan Cabaye olnbogaskot en hollenski framherjinn lenti einnig í leiðindum á móti Newcastle í fyrra þá sem leikmaður Arsenal og við Tim Krul markvörð Newcastle.

„Hann horfði á Yohan og gaf honum síðan olnbogaskot. Ég tel að menn verði að skoða þetta betur," sagði Alan Pardew.

„Við vitum hvað gerðist í fyrra og ég veit ekki hvort Robin hafi látið það mál flækjast fyrir sér eða hvort að hann hafi bara farið óvarlega í þetta skallaeinvígi," sagði Pardew.

„Ég sá þetta ekki sjálfur en hef augljóslega séð þetta aftur í sjónvarpinu og það lítur út fyrir að hann horfi á hann og setji olnbogann fram. Enska sambandið verður að skoða þetta en ekki ég," sagði Pardew.

Það má sjá svipmyndir frá leiknum með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×