Fleiri fréttir

Drogba: Búinn að finna til í hnénu í mánuð

Framherjinn Didier Drogba hjá Chelsea segist vera búinn að finna sársauka í hægra hné í einn mánuð og segir ekki koma til greina að spila á ný fyrr en hann verði góður af meiðslunum. Hann á ekki von á að spila gegn Rosenborg í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.

Markalaust í Manchester í hálfleik

Ekkert mark er enn komið í Manchester þar sem heimamenn í City taka á móti Aston Villa í leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefur verið bragðdaufur til þessa og hætt við því að Sven-Göran lesi vel yfir sínum mönnum í hálfleik, enda hefur City tapað tveimur leikjum í röð.

Stóri-Sam myndi drepa mig

Jose Mourinho var spurður að því á blaðamannafundi fyrir helgina hvaða stjóra í ensku knattspyrnunni hann myndi síst vilja slást við í kjölfar hnefahöggsins sem Luis Scolari hjá portúgalska landsliðinu veitti Ivica Dragutinovic á miðvikudagskvöldið.

Rooney verður með á miðvikudaginn

Sir Alex Ferguson hefur staðfest að framherjinn Wayne Rooney muni leika með Manchester United þegar liðið mætir Sporting Lissabon í Portúgal í Meistaradeildinni á miðvikudaginn. Rooney var ekki látinn spila í leiknum gegn Everton í dag samkvæmt læknisráði, en verður búinn að æfa á fullu í fimm daga þegar að leiknum í Lissabon kemur í vikunni.

Heppnin með Valencia

Stórlið Real Madrid og Valencia á Spáni voru ekki sérstaklega sannfærandi í kvöld þegar þau unnu sigra á lægra skrifuðum andstæðingum sínum. Valenca hafði heppnina með sér þegar slysalegt mark tryggði sigurinn gegn Valladolid.

Þú veist ekkert hvað þú ert að gera

Þetta sungu stuðningsmenn Bolton í dag þegar knattspyrnustjóri liðsins framkvæmdi varnarsinnaðar skiptingar á liði sínu þegar það var undir 1-0 gegn Birmingham. Lee ætlar ekki að hætta þrátt fyrir að hafa tapað fimm af síðustu sex leikjum með Bolton.

Mourinho óhress með dómarana

Jose Mourinho var afar ósáttur við að mark Salomon Kalou hafi verið dæmt af hans mönnum í Chelsea gegn Blackburn í dag. "Aðeins dómarinn og línuvörurinn geta útskýrt af hverju í ósköpunum þetta mark fékk ekki að standa. Við spiluðum án markaskorara eins og Lampard, Pizarro og Drogba og það er erfitt," sagði Mourinho.

Milan slapp með skrekkinn

Einn leikur fór fram í ítölsku A-deildinni í dag. Siena náði þá nokkuð óvænt 1-1 jafntefli gegn stórliði Milan á hemavelli sínum. Massimo Maccarone kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en varnarmaðurinn Alessandro Nesta jafnaði fyrir Milan í uppbótartíma. Ancelotti þjálfari hvíldi lykilmenn á borð við Kaka í leiknum og það var nálægt því að kosta liðið tap í dag.

Stál í stál á Ewood Park

Chelsea varð að láta sér lynda stig á heimavellli gegn þrjóskum og baráttuglöðum Blackburn-mönnum í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Jose Mourinho og félagar þóttust hafa skorað löglegt mark á 57. mínútu, en mark Salomon Kalou var dæmt af vegna rangstöðu og niðurstaðan því 0-0 jafntefli.

Celtic skaut granna sína af toppnum

Glasgow Celtic skaut granna sína í Rangers af toppi skosku úrvalsdeildarinnar í dag þegar liðið burstaði Inverness 5-0 í dag. Hollenski markahrókurinn Jan Vennegoor of Hesselink skoraði tvö marka Celtic, en á meðan tapaði Rangers 4-2 fyrir Hearts og um leið sínum fyrsta leik á tímabilinu. Celtic hefur 16 stig á toppnum en Rangers stigi minna.

Forysta Bayern aðeins eitt stig

Bayern Munchen þurfti í dag að sætta sig við 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Schalke í toppleiknum í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þrumufleygur Iva Rakitic á 36. mínútu sló þögn á 66,000 áhorfendur á Alianz Arena, en Miroslav Klose jafnaði metin fyrir heimamenn níu mínutum eftir hlé.

Heskey tábrotinn?

Draumavika framherjans Emile Heskey hjá Wigan kann að hafa endað í martröð í dag þegar leikmaðurinn þurfti að fara meiddur af velli í leiknum gegn Fulham. Heskey var fluttur á sjúkrahús og grunur leikur á um að hann sé tábrotinn. Ef svo er verður hann frá í að minnsta kosti einn mánuð og það myndi þýða að draumur hans um sæti í enska landsliðinu væri úti í bili.

Fjölnir lagði Þrótt í uppgjöri toppliðanna

Fjölnismenn héldu í dag áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í 1. deild karla í knattspyrnu þegar liðið lagði topplið Þróttar að velli 3-1. Þrótti nægði jafntefli í dag til að tryggja sér sigur í deildinni en nú munar tveimur stigum á liðunum fyrir lokaumferðina. Grindvíkingar eru í þriðja sæti deildarinnar, þremur á eftir Þrótti, en leik liðsins gegn ÍBV í dag var frestað til morguns vegna veðurs.

Koumas tryggði Wigan stig gegn Fulham

Jason Koumas hélt upp á 300. deildarleik sinn í dag með því að skora jöfnunarmark slakra Wigan-manna í 1-1 jafntefli á heimavelli við Fulham. Clint Dempsey hafði áður komið gestunum yfir. Wigan varð fyrir því áfalli að missa landsliðsframherjann Emile Heskey meiddan af velli.

Fyrsti heimasigur Birmingham

Birmingham tryggði sér í dag fyrsta heimasigurinn í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði lánlausa Bolton-menn 1-0 með marki framherjans Oliver Kapo. Heimamenn áttu frekar náðugan dag gegn slöppum gestunum, sem sýndu ekki lífsmark fyrr en í lok leiksins. Lærisveinar Sammy Lee hafa því enn ekki náð að sigra á útvelli á leiktíðinni og Birmingham náði í afar mikilvæg stig.

West Ham lagði Middlesbrough

Íslendingalið West Ham vann í dag nokkuð öruggan 3-0 sigur á Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni þar sem framherjinn Dean Ashton skoraði sitt fyrsta mark síðan í úrslitaleik enska bikarsins í fyrra. Middlesbrough fékk aragrúa færa í leiknum en náði ekki að nýta þau.

Tilfinningaþrunginn sigur hjá Sunderland

Sunderland vann í dag sanngjarnan 2-1 sigur á Reading og heiðraði um leið minningu hins nýlátna Ian Porterfield, fyrrum leikmanns liðsins sem lést á þriðjudaginn. Framherjinn Kenwyne Jones stal senunni þegar hann skoraði fyrra mark Sunderland og lagði upp það síðara.

Tottenham hafði geta unnið leikinn

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Tottenham hefði líklega haft sigur í grannaslag liðanna í dag ef því hefði tekist að skora annað markið. Hann segir jöfnunarmark Emmanuel Adebayor því hafa verið algjört lykilmark í leiknum.

Martin Jol: Við nýttum ekki færin okkar

Martin Jol, stjóri Tottenham, segir að klaufaskapur sinna manna fyrir framan mark andstæðinganna hafi verið helsta ástæðan fyrir því að liðið tapaði enn eina ferðina fyrir grönnum sínum í Arsenal.

Benitez sáttur

Rafa Benitez sagðist nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna í Liverpool í dag þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Portsmouth á útivelli. Hann segist ekki geta fundið neitt að vítaspyrnudómnum sem var nálægt því að kosta hans menn tap.

Redknapp: Fínt að fá stig gegn Liverpool

Harry Redknapp var sáttur við jafntefli sinna manna gegn Liverpool þrátt fyrir að lið hans hefði misnotað vítaspyrnu í leiknum. Hann fór auk þess fögrum orðum um nann leiksins Papa Bouba Diop sem fór á kostum í sínum fyrsta leik fyrir Portsmouth.

Ferguson: Everton verður sífellt sterkara

Sir Alex Ferguson var mjög ánægður með sigur sinna manna á Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag og segir liðin í deildinni ekki eiga öfundsverða hluti framundan þegar þau sækja þá bláu heim á Goodison Park.

Moyes: Þýðir ekki að velta sér upp úr tapinu

David Moyes, stjóri Everton, hrósaði sínum mönnum eftir 1-0 tapið gegn Manchester United á heimavelli í dag. Hann sagði liðið ekki hafa tíma til að velta sér upp úr tapinu að svo stöddu.

Sunderland yfir gegn Reading

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni. Birmingham hefur yfir 1-0 gegn Bolton með marki frá Kapo, Sunderland er 1-0 yfir með marki frá Jones og Fulham hefur yfir 1-0 úti gegn Wigan með marki Dempsey. Þá hefur West Ham náð 1-0 forystu gegn Boro eftir aðeins 20 sekúndna leik í síðari hálfleik og þar var að verki Lee Bowyer.

Fastir liðir í Norður-Lundúnum

Tottenham hefur ekki unnið sigur á grönnum sínum í Arsenal á öldinni og á því varð engin breyting í dag þegar Arsenal skellti sér á toppinn með 3-1 útisigri í leik liðanna á White Hart Lane.

Portsmouth og Liverpool skildu jöfn

Portsmouth og Liverpool gerðu markalaust jafntefli í öðrum hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Bæði lið fengu nóg af færum til að tryggja sér sigur, en framherjinn Kanu hjá Portsmouth fór illa með það besta þegar hann lét Pepe Reina verja frá sér vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Hann ætlar að ná úr mér geðveikinni

Sænskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Sigurður Jónsson, þjálfari toppliðs Djurgarden, njóti nú aðstoðar íþróttasálfræðings til að "ná úr sér geðveikinni" eins og hann orðar það sjálfur. Sigurður hefur verið gagnrýndur nokkuð af dómurum og meðspilurum fyrir skapsmuni sína og ætlar að reyna að vinna bót á því.

Þriðji 1-0 sigur United í röð

Manchester United gerði góða ferð til Liverpool í dag þar sem liðið vann 1-0 baráttusigur á Everton. Það var varnarmaðurinn Nemanja Vidic sem skoraði sigurmark gestanna átta mínútum fyrir leikslok, en United missti Mikael Silvestre meiddan af velli í fyrri hálfleik. Þetta var þriðji 1-0 sigur United í röð í deildinni.

Torres grátbað um níuna

Framherjinn Fernando Torres hjá Liverpool hefur upplýst að hann hafi grátbeðið um að fá að spila í treyju númer níu hjá liðinu eftir að ljóst varð að Robbie Fowler væri á leið frá félaginu í sumar. Hann fetar þar með í fótspor goðsagna eins og Ian Rush sem spilað hafa í treyju númer níu hjá félaginu.

Wenger: Ég á það til að missa það

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkennir að hann geti ekki alltaf haft fulla stjórn á sér þegar lið hans tapar leikjum en bendir á að þeir sem eigi auðvelt með að taka tapi ættu sennilega að finna sér aðra vinnu en að stýra liðum í úrvalsdeildinni.

Spáð í spilin - Chelsea - Blackburn

Chelsea tapaði 2-0 fyrir Aston Villa í síðustu umferð en liðið þarf þó ekki að örvænta ef marka má söguna, því Chelsea hefur ekki tapað tvisvar í röð í 43 leikjum. Það var á þarsíðasta tímabili þegar liðið lá fyrir Blackburn úti og Newcastle heima.

Eriksson: Heimskulegt hjá Ireland

Sven-Göran Eriksson var ekki hrifinn þegar hann heyrði af framkomu miðjumannsins Stephen Ireland í landsleikjavikunni. Ireland laug því að ömmur hans hefðu dáið til að sleppa við landsleik gegn Slóvakíu, en málaði sig út í horn og viðurkenndi allt í gær.

Ronaldo lofar að halda haus

Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United segist hafa lofað stjóra sínum að láta skapið ekki hlaupa með sig í gönur á leikvellinum í framtíðinni. Ronaldo snýr aftur úr þriggja leikja banni í dag sem hann fékk fyrir að skalla til Richard Hughes hjá Portsmouth á dögunum.

Spáð í spilin - West Ham - Middlesbrough

Þessi lið eru á svipuðum slóðum um miðja deild en hafa bæði náð í sjö stig af níu mögulegum í síðustu þremur leikjum sínum. Lundúnaliðið hefur fengið fæst gul spjöld allra liða í deildinni til þessa (4), á meðan Boro er grófasta liðið til þessa ef tekið er mið af spjöldum með 16 áminningar.

Spáð í spilin - Birmingham - Bolton

Hér er á ferðinni slagur tveggja af fimm neðstu liðunum í úrvalsdeildinni, en bæði eru þau á höttunum eftir öðrum sigri sínum á leiktíðinni. Birmingham hefur enn ekki náð að vinna á heimavelli og Bolton ekki á útivelli.

Spáð í spilin - Wigan - Fulham

Þessi lið eru með 100% árangur á ólíkum vígstöðvum það sem af er deildarkeppninni. Wigan hefur unnið alla heimaleiki sína til þessa á meðan Fulham hefur tapað öllum sínum á útivelli. Fulham hefur spilað flesta útileiki í röð í úrvalsdeildinni án þess að ná í sigur - 19 talsins. Þar af hefur liðið tapað sex útileikjum í röð.

Spáð í spilin - Sunderland - Reading

Hér er á ferðinni botnslagur af bestu gerð þar sem lið með nákvæmlega sama árangur mætast, en bæði hafa unniði einn, gert eitt jafntefli og tapað þremur. Sunderland hefur skorað einu marki meira en Reading. Sunderland hefur tapað fjórum síðustu leikjum sínum í deild og bikar og hefur ekki skorað mark í þessum fjórum leikjum.

Spáð í spilin - Tottenham - Arsenal

Í dag há þessi lið 141. grannaslag sinn í deildinni og þann 31. síðan úrvalsdeildin var stofnuð. Tottenham leitast við að ná sínum 50. sigri gegn grönnum sínum í 156. leik liðanna. Arsenal hefur unnið þrjá af fjórum leikjum sínum í deildinni til þessa á meðan Tottenham hefur aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum.

Spáð í spilin - Portsmouth - Liverpool

Liverpool er hér að sigla inn í helgarumferð á toppi úrvalsdeildarinnar í fyrsta sinn í fimm ár og þar með í fyrsta sinn undir stjórn Rafa Benitez. Liðið getur unnið þrjá deildarleiki í röð með sigri en það hefur ekki gerst í 17 leiki hjá liðinu.

Spáð í spilin - Everton - Man Utd

Sigurvegarinn í þessum grannaslag í norð-vestrinu mun fara á toppinn í úrvalsdeildinni í að minnsta kosti 45 mínútur. Everton þarf aðeins stig til að komast á toppinn og ef liðið gerir jafntefli verður það 1000. jafntefli Everton-liðsins í efstu deild. Liðið hefur ekki tapað á heimavelli í deildinni til þessa en Manchester United hefur hinsvegar ekki unnið á útivelli enn sem komið er.

Markalaust á Stamford Bridge í hálfleik

Chelsea hefur verið mun sterkari aðilinn það sem af er leiks gegn Blackburn í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni, en þó hefur ekkert mark komið í leikinn á fyrstu 45 mínútum leiksins. Það var Michael Essien sem átti líklega besta færi Chelsea til þessa en Brad Friedel varði langskot hans meistaralega.

Tottenham yfir í hálfleik gegn Arsenal

Tottenham hefur yfir 1-0 gegn grönnum sínum í Arsenal þegar flautað hefur verið til hálfleiks í leik liðsins gegn erkifjendunum í Arsenal. Það var velski landsliðsmaðurinn ungi Gareth Bale sem skoraði mark Tottenham beint úr aukaspyrnu. Arsenal hefur fengið nokkur góð færi í leiknum en gestirnir hafa ekki haft heppnina með sér til þessa.

Jafnt á Goodison Park í hálfleik

Staðan í leik Everton og Manchester United er jöfn 0-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks á Goodison Park. Leikurinn hefur ekki verið sérlega skemmtilegur en United-liðið missti varnarmanninn Mikael Silvestre af velli meiddan á hné. Það var Nani sem tók stöðu hans í liðinu.

Alves var næstum farinn til Chelsea

Umboðsmaður bakvarðarins Daniel Alves segir að leikmaðurinn hafi næstum verið genginn í raðir Chelsea í síðasta mánuði. Alves leikur með Sevilla á Spáni en félagið var nánast búið að komast að samkomulagi við enska stórliðið um sölu á Alves.

Tekur Costacurta við QPR?

Ef Flavio Briatore og Bernie Ecclestone eignast meirihlutann í Queens Park Rangers gæti farið svo að Alessandro Costacurta taki við sem knattspyrnustjóri liðsins. Hann er nú í þjálfarateymi Carlo Ancelotti hjá AC Milan.

Sjá næstu 50 fréttir