Enski boltinn

Heskey tábrotinn?

NordicPhotos/GettyImages

Draumavika framherjans Emile Heskey hjá Wigan kann að hafa endað í martröð í dag þegar leikmaðurinn þurfti að fara meiddur af velli í leiknum gegn Fulham. Heskey var fluttur á sjúkrahús og grunur leikur á um að hann sé tábrotinn. Ef svo er verður hann frá í að minnsta kosti einn mánuð og það myndi þýða að draumur hans um sæti í enska landsliðinu væri úti í bili.

Þessi meiðsli færast sífellt í aukana hjá leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni og eru félagar Heskey í enska landsliðinu - Wayne Rooney og Michael Owen - góð dæmi um leikmenn sem hlotið hafa þessi meiðsli á síðustu misserum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×