Enski boltinn

Portsmouth og Liverpool skildu jöfn

Kanu fór illa að ráði sínu í vítinu
Kanu fór illa að ráði sínu í vítinu NordicPhotos/GettyImages

Portsmouth og Liverpool gerðu markalaust jafntefli í öðrum hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Bæði lið fengu nóg af færum til að tryggja sér sigur, en framherjinn Kanu hjá Portsmouth fór illa með það besta þegar hann lét Pepe Reina verja frá sér vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Reina varði vítið neðarlega sér á hægri hönd og forðaði sínum mönnum frá því að lenda undir á þessum erfiða útivelli. Portsmouth lék vel og þeir John Utaka og Sulley Muntari fóru illa með ágæt færi.

Andriy Voronin, Yossi Benayoun og Peter Crouch fóru illa með góð færi á hinum enda vallarins, en Portsmouth átti skilið að ná stigi í þessum leik. Liðið hefur nú spilað við öll hin "fjögur fræknu" í fyrstu sex leikjunum í deildinni en þetta var fyrsti leikurinn þar sem liðið nær að halda hreinu til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×