Enski boltinn

Moyes: Þýðir ekki að velta sér upp úr tapinu

NordicPhotos/GettyImages

David Moyes, stjóri Everton, hrósaði sínum mönnum eftir 1-0 tapið gegn Manchester United á heimavelli í dag. Hann sagði liðið ekki hafa tíma til að velta sér upp úr tapinu að svo stöddu.

"Mér fannst strákarnir standa sig mjög vel í dag. Það er alltaf súrt að fá á sig mörk eftir hornspyrnur, sérstaklega svona seint í leiknum. Við eigum stóra viku framundan þar sem við spilum í Evrópukeppninni svo það þýðir ekkert að velta sér upp úr tapinu í dag. Framherjarnir okkar settu United menn hvað eftir annað í vandræði, en vörn þeirra var gríðarlega sterk í dag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×