Enski boltinn

Benitez sáttur

NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez sagðist nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna í Liverpool í dag þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Portsmouth á útivelli. Hann segist ekki geta fundið neitt að vítaspyrnudómnum sem var nálægt því að kosta hans menn tap.

"Við spiluðum vel, við sköpuðum færi, vörðumst vel og beittum skyndisóknum. Ég væri til í að sjá vítaspyrnudóminn frá öðru sjónarhorni en það þýðir ekkert að tala um það núna. Portsmouth fékk eitt eða tvö færi til að skora en það var aðeins eftir að við gerðum mistök í varnarleiknum," sagði Benitez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×