Enski boltinn

Drogba: Búinn að finna til í hnénu í mánuð

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Didier Drogba hjá Chelsea segist vera búinn að finna sársauka í hægra hné í einn mánuð og segir ekki koma til greina að spila á ný fyrr en hann verði góður af meiðslunum. Hann á ekki von á að spila gegn Rosenborg í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.

"Ég er búinn að vera að drepast í hnénu í einn mánuð og hef ekki náð að losna við sársaukann. Ég hef spilað þrátt fyrir þetta, en sársaukinn er orðinn óbærilegur og ég á ekki von á að spila gegn Rosenborg. Ég vil að þetta vandamál verði lagað áður en ég fer að spila á fullu á ný," sagði Drogba í samtali við blaðið Sport í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×