Fleiri fréttir

"Þarfnast meiriháttar skoðunar"

Veiðimálastofnun gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sem hefur það meðal annars að markmiði að auðvelda stofnun deilda innan Veiðifélaga og færa þeim aukið vald.

Búin að fara í mikinn rússíbana með liðinu

Það þekkja allir Obbu sem hafa komið nálægt kvennalandsliðinu í handbolta. Liðsstjóri íslensku stelpnanna hefur í nógu að snúast á Evrópumeistaramótinu í Serbíu, þar á meðal að hjálpa stelpunum að komast í gegnum erfiðar stundir.

Náði David Beckham að breyta Bandaríkjunum?

David Beckham fór til Bandaríkjanna með það markmið að gera knattspyrnu vinsæla í landinu. Það hafa fleiri reynt og meðal annars Pelé. Beckham eyddi sex árum í landinu og hafði talsverð áhrif á uppgang mála.

Nú geta krakkarnir æft sig sjálfir

Á morgun kemur út diskurinn „Frá byrjanda til landsliðsmanns", en það eru handboltakapparnir og vinirnir Bjarni Fritzson og Sturla Ásgeirsson sem standa á bak við þetta fyrsta íslenska kennslumyndband í handbolta.

Útlit fyrir 20 mót á næsta ári

Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu.

Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall

Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á.

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Rúmenía 19-22 | Annað tap hjá stelpunum

Íslenska kvennalandsliðið tapaði með þremur mörkum á móti Rúmeníu, 19-22, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu. Íslenska liðið spilar lokaleik sinn í riðlinum á móti Rússlandi á föstudaginn en á enn möguleika á því að komast áfram með sigri í þeim leik.

Býflugurnar í New Orleans að breytast í Pelíkana

NBA-körfuboltaliðið New Orleans Hornets ætlar að breyta gælunafni félagsins fyrir næsta tímabil ef marka heimildir Yahoo. Býflugurnar heyra því væntanlega sögunni til á næsta tímabili nema að þær flytji sig aftur norður til Charlotte-borgar.

Tom Watson telur að golfið eigi ekkert erindi á ÓL

Tom Watson, einn þekktasti kylfingur allra tíma, er á þeirri skoðun að golfíþróttin eigi ekki að vera hluti af ólympíuleikunum. Bandaríski kylfingurinn, sem sigrað hefur á átta risamótum á ferlinum, telur að ÓL eigi að vera vettvangur fyrir áhugamenn en ekki atvinnumenn.

Karen: Þurfum að mæta með íslenska hjartað á móti Rússum

"Það var eitthvað sem sagði mér að við ættum ekki að vinna þennan leik. Við gerðum allof mikið af aulamistökum en ef við lítum á það góða við þennan leik þá var þetta frábær framför á sólarhring," sagði Karen Knútsdóttir eftir tapið á móti Rúmeníu á EM kvenna í hansdolta í Serbíu í kvöld. Íslenska liðið tapaði leiknum 19-22 og þarf að vinna Rússa í lokaleiknum til þess að komast í milliriðilinn.

Ólafur með flottan leik fyrir Flensburg

Ólafur Gústafsson og félagar í Flensburg vippuðu sér í þriðja sætið í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld er liðið vann öruggan sigur, 35-29, á Melsungen.

Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá

Nýlegar seiðamælingar í Langá á Mýrum gefa góð fyrirheit. Þrír af fjórum seiðaárgöngum mælast yfir langtímameðaltali. Í nýrri skýrslu er veiðin síðasta sumar krufin til mergjar.

Berlin valtaði yfir Hamburg

Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin komust upp í þriðja sætið í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld er þeir unnu öruggan heimasigur, 37-27, á Hamburg.

Svartfjallaland ekki í miklum vandræðum með Rússland

Svartfjallaland er með fullt hús á toppi okkar riðils eftir þriggja marka sigur á Rússlandi, 30-27, í fyrri leik dagsins í Vrsac á EM kvenna í handbolta í Serbíu. Svartfjallaland hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína sannfærandi en liðið vann Ísland 26-16 í gær.

Mario Balotelli orðaður við AC Milan

Það ríkir mikil óvissa um framtíð Mario Ballotelli hjá Englandsmeistaraliði Manchester City en hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu á undanförnum vikum. Ítalska liðið AC Milan er eitt þeirra liða sem nefnd hafa verið til sögunnar sem næsti vinnustaður hjá ítalska landsliðsframherjanum.

Stelpurnar mæta líka háværum rúmenskum stuðningsmönnum

Seinni leikur okkar riðils á EM í handbolta kvenna í Serbíu í gær var á milli Rússlands og Rúmeníu sem endaði með 21-21 jafntefli eftir frábæra endurkomu rússneska liðsins. Það var gríðarleg stemmning í höllinni enda fjölmenntu Rúmenar á leikinn.

Styttist í endurkomu Scott Parker hjá Tottenham

Það styttist í að enski landsliðsmaðurinn Scott Parker fari að leika á ný með enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham. Parker hefur ekkert leikið með liðinu á þessari leiktíð en hann hefur verið að jafna sig eftir aðgerð á hásin.

Geta enn gert betur en karlalandsliðið

Íslenska kvennalandsliðið tapaði í gær fyrir Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum á EM í Serbíu. Liðið tapaði einnig öllum þremur leikjum sínum á EM fyrir tveimur árum og á því enn eftir að vinna leik í úrslitakeppni Evrópumótsins.

Ferguson: Alvöru mótið hefst í febrúar

Mikið breytt lið Man. Utd mátti sætta sig við að tapa á heimavelli gegn Cluj í kvöld. Það kom þó ekki að sök því United var búið að vinna sinn riðil.

Messi meiddist í kvöld | Markametið í uppnámi

Lionel Messi náði ekki að jafna markamet Þjóðverjans Gerd Müller yfir flest mörk á einu ári í kvöld. Það sem meira er þá fór Messi af velli í markalausa jafnteflinu gegn Benfica.

Cech: Vissum að þetta gæti gerst

Petr Cech, markvörður Chelsea, var þungur á brún eftir stórsigurinn á Nordsjælland því Chelsea er úr leik í Meistaradeildinni.

Poweradebikarinn: Snæfell fær Þór í heimsókn

Dregið var í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni KKÍ í karlaflokki í dag. Úrvalsdeildarliðin Snæfell og Þór frá Þorlákshöfn mætast í Stykkishólmi og Grindavík tekur á móti Fjölni. B-lið KR heldur uppi heiðri félagsins í þessari umferð en liðið gerði sér lítið fyrir og lagði 1. deildarlið Breiðabliks í 32-liða úrslitum. Valur, sem er í efsta sæti 1. deildar, fær KR-b í heimsókn í 16-liða úrslitum.

Ekkert vanmat í gangi hjá Chelsea gegn Nordsjælland

Öll spjót standa að Rafael Benítez og Evrópumeistaraliði Chelsea fyrir lokaumferðina í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Enska liðið er með bakið upp við vegg fyrir leikinn gegn danska liðinu Nordsjælland í E-riðli keppninnar. Chelsea þarf á sigri að halda til að komast áfram og treysta á að Juventus tapi.

Beckham fer líklegast til PSG í Frakklandi

Breskir og bandarískir fjölmiðlar greina frá því í dag að David Beckham muni semja við franska liðið PSG á allra næstu vikum. Hinn 37 ára gamli enski knattspyrnumaður lék sinn síðasta leik með LA Galaxy um s.l. helgi þegar liðið varð bandarískur meistari en Beckham hafði verið í herbúðum liðsins í rúm fimm ár.

Þær rúmensku eru þungar og líkamlega sterkar

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Rúmeníu í kvöld í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Serbíu. Liðið tapaði með tíu mörkum á móti Svartfjallalandi í gær og þarf því nauðsynlega að fá eitthvað út úr leik kvöldsins.

Landsliðið fékk myndir frá Vísi og Fréttablaðinu

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta þarf nú að beita öllum ráðum til þess að rífa sig upp eftir slæmt tap á móti Svartfjallalandi í fyrsta leik á Evrópumótinu í Serbíu. Stelpurnar mæta Rúmeníu í kvöld og ein leið þjálfaranna að endurkomunni er að setja saman stemmningsmyndband.

Gerd Müller treystir sér ekki til að horfa á Messi í kvöld

Lionel Messi getur í kvöld jafnað eða bætt 40 ára markamet þýska markahróksins Gerds Müller. “Der Bomber” skoraði 85 mörk með Bayern München og Vestur Þýskaland í 60 leikjum árið 1972. Messi er kominn með 84 mörk í 85 leikjum. Gerd Müller er 67 ára og glímir við Alzheimer sjúkdóminn og treystir sér ekki til að mæta á leikinn á Nou Camp í kvöld.

Karen: Vorum eins og spagetti

Karen Knútsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu þurfa að sýna miklu betri leik á móti Rúmeníu í kvöld en þær gerðu á móti Svartfjallalandi í gærkvöldi. Íslenska liðið verður helst að fá eitthvað út úr leiknum í kvöld ætli liðið sér að komast áfram upp úr riðlinum.

Ágúst: Við erum ekkert hætt

Það fór ekki vel í íslensku stelpurnar að vera barðar eins og harðfiskur í leiknum á móti Svartfjallalandi í gær. Leikmenn Svartfjallalands voru í hefndarhug og létu heldur betur finna fyrir sér og það hjálpaði ekki íslenska liðinu að hvít-rússnesku dómararnir tóku ekki hart á framgöngu Svartfellinga.

Hulk hótar að fara frá Zenit – ósáttur við þjálfarann

Knattspyrnumaðurinn Hulk er allt annað en sáttur við ástandið í herbúðum Zenit frá St. Pétursborg í Rússlandi. Brasilíumaðurinn er ekki efstur á jólakortalista þjálfarans Luciano Spalletti eftir rifrildi þeirra í leik Zenit gegn AC Milan frá Ítalíu í Meistaradeildinni í gærkvöld.

Meistaradeildin: Hörð barátta um þrjú laus sæti í 16-liða úrslitum

Það dregur til tíðinda í kvöld þegar lokaleikirnir fara fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Evrópumeistaralið Chelsea á enn tölfræðilega möguleika á að komast áfram aðeins þrjú sæti eru í boði í 16-liða úrslitum keppninnar. Dregið verður í 16-liða úrslitin þann 20. desember.

Pistill frá Sigga Ragga: Hvernig urðu þeir bestir í heimi?

Samkvæmt tölfræði FIFA, (Alþjóða knattspyrnusambandsins) leika 265 milljónir manna knattspyrnu í heiminum í rúmlega 300.000 knattspyrnufélögum. Hvernig má það þá vera að árið 2010 ólust 3 bestu leikmenn í heimi upp í einu og sama félaginu?

Rory McIlroy PGA kylfingur ársins í fyrsta sinn á ferlinum

Rory McIlroy var í gær útnefndur kylfingur ársins á bandarísku PGA mótaröðinni í golfi. Þetta er í fyrsta sinn sem Norður-Írinn fær þessa viðurkenningu. Hann þakkaði unnustu sinni, tenniskonunni Caroline Wozniacki, m.a. fyrir þann árangur sem hann hefur náð á keppnistímabilinu. Wozniacki, sem er frá Danmörku, er í fremstu röð á heimsvísu í sinni íþrótt.

Kúabjöllur Norðmanna bannvara á EM í Serbíu

Evrópumeistaralið Noregs, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, hóf titilvörnina á Evrópumeistaramóti kvenna í handbolta í Serbíu í gær með 28-26 sigri gegn gestjöfunum frá Serbíu. Norðmenn voru með fimm marka forskot í hálfleik en heimaliðið náði að jafna metin þegar átta mínútur voru eftir af leiknum. Katrine Lunde Haraldsen markvörðu norska liðsins bjargaði málunum fyrir Noreg á lokamínútum leiksins.

NBA í nótt: Miami tapaði gegn slakasta liðinu - Lakers tapaði á ný

Washington Wizards, er slakasta liðið í NBA deildinni í körfuknattleik en þrátt fyrir þá staðreynd náði liðið að leggja meistaralið Miami Heat að velli í nótt, 105-101. Þetta var aðeins annar sigurleikur Washington í vetur. Taphrina LA Lakers heldur áfram en liðið tapaði 107-105 gegn Houston á útivelli þar sem að Kobe Bryan skoraði 39 stig.

Sjá næstu 50 fréttir