Enski boltinn

Styttist í endurkomu Scott Parker hjá Tottenham

Scott Parker í landsleik með Englendingum á EM.
Scott Parker í landsleik með Englendingum á EM. Nordic Photos / Getty Images
Það styttist í að enski landsliðsmaðurinn Scott Parker fari að leika á ný með enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham. Parker hefur ekkert leikið með liðinu á þessari leiktíð en hann hefur verið að jafna sig eftir aðgerð á hásin.

Parker, sem er 32 ára gamall, lék með varaliði Tottenham í 5-1 sigri liðsins gegn Ipswich og var það fyrsti leikur hans frá því á Evrópumeistaramótinu s.l. sumar þar sem hann meiddist á hásin.

Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Tottenham, ætlar að nota Parker með skynsamlegum hætti og er ólíklegt að Parker verði í aðalliði Tottenham fyrr en eftir nokkrar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×