Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2025 06:22 Candelaria Rivas kom fyrsta í mark en hljóp ekki alveg í þessum venjulega klæðnaði. Instagram Candelaria Rivas er orðin að þjóðhetju í Mexíkó eftir óvænt afrek sitt í ofurhlaupi í sumar. Rivas er mexíkanskur frumbyggi og ættbálkur hennar er þekktur fyrir mikla hlaupagetu og ótrúlegt úthald. Það sannaði hún heldur betur í þessu hlaupi. Sigur hennar í Canyon Ultra maraþoninu fyrr í sumar vakti vissulega athygli en hún kláraði þá þetta 63 kílómetra ofurhlaup á sjö klukkutímum og 34 mínútu og kom fyrst kvenna í mark. Svo fréttist af því að þetta hafi verið hennar fyrsta hlaup á ævinni en svo kom líklega mesta afrek hennar fram í dagsljósið. View this post on Instagram A post shared by TOGETHXR (@togethxr) Mexíkanska blaðið El Universal sagði frá því að Rivas hefði gengið á keppnisstað og það var löng leið. Hún var fjórtán klukkutíma á leiðinni frá Guadalupe y Calvo til Guachochi þar sem keppnin fór fram. Hún átti heima í litlu fjallaþorpi og þetta var eina leiðin til að geta tekið þátt í hlaupinu. Það er eitt að hlaupa hraðar en allir aðrir keppendur en að geta það eftir fjórtán tíma upphitun er eitthvað allt annað. Rivas og ættbálkur hennar stunda langhlaup að kappi sem hluti af þeirra hefð og venjum en þau stunda veiðar á fótum. Þar er markmiðið að elta bráðina þar til að hún örmagnast og eins og gefur að skilja þá þarf veiðimaðurinn að vera í afar góðu formi til að ná því. Afrek Rivas vakti mikla lukku og þekktir íþróttamenn mexíkönsku þjóðarinnar hafa fagnað því með því að færa henni peningagjafir. Hnefaleikakappinn Canelo Alvarex, NFL hlauparinn Isiah Pacheco og fleiri gáfu henni santals meira en þrjár milljónir dollara eða 368 milljónir króna. Þegar hún fékk eina milljón dollara og tilfinningaríkt bréf að auki frá Pacheco þá fór hún að gráta. „Enginn hefur komið svona vel fram við mig áður,“ sagði Candelaria Rivas. Hlaup Mexíkó Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
Rivas er mexíkanskur frumbyggi og ættbálkur hennar er þekktur fyrir mikla hlaupagetu og ótrúlegt úthald. Það sannaði hún heldur betur í þessu hlaupi. Sigur hennar í Canyon Ultra maraþoninu fyrr í sumar vakti vissulega athygli en hún kláraði þá þetta 63 kílómetra ofurhlaup á sjö klukkutímum og 34 mínútu og kom fyrst kvenna í mark. Svo fréttist af því að þetta hafi verið hennar fyrsta hlaup á ævinni en svo kom líklega mesta afrek hennar fram í dagsljósið. View this post on Instagram A post shared by TOGETHXR (@togethxr) Mexíkanska blaðið El Universal sagði frá því að Rivas hefði gengið á keppnisstað og það var löng leið. Hún var fjórtán klukkutíma á leiðinni frá Guadalupe y Calvo til Guachochi þar sem keppnin fór fram. Hún átti heima í litlu fjallaþorpi og þetta var eina leiðin til að geta tekið þátt í hlaupinu. Það er eitt að hlaupa hraðar en allir aðrir keppendur en að geta það eftir fjórtán tíma upphitun er eitthvað allt annað. Rivas og ættbálkur hennar stunda langhlaup að kappi sem hluti af þeirra hefð og venjum en þau stunda veiðar á fótum. Þar er markmiðið að elta bráðina þar til að hún örmagnast og eins og gefur að skilja þá þarf veiðimaðurinn að vera í afar góðu formi til að ná því. Afrek Rivas vakti mikla lukku og þekktir íþróttamenn mexíkönsku þjóðarinnar hafa fagnað því með því að færa henni peningagjafir. Hnefaleikakappinn Canelo Alvarex, NFL hlauparinn Isiah Pacheco og fleiri gáfu henni santals meira en þrjár milljónir dollara eða 368 milljónir króna. Þegar hún fékk eina milljón dollara og tilfinningaríkt bréf að auki frá Pacheco þá fór hún að gráta. „Enginn hefur komið svona vel fram við mig áður,“ sagði Candelaria Rivas.
Hlaup Mexíkó Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira