Fleiri fréttir

Manchester United gæti keypt Reina á 22 milljónir punda í sumar

Enska slúðurblaðið The Sun sló því upp í morgun að Manchester United ætlaði að kaupa spænska landsliðsmarkvörðinn Pepe Reina frá Liverpool í sumar og borga fyrir hann 22 milljónir punda. Þessar fréttir ættu að hrista aðeins upp í stuðningsmönnum félaganna fyrir stórleik liðanna á Anfield í dag.

Carroll byrjar á bekknum hjá Liverpool á móti United

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, og Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hafa tilkynnt byrjunarlið sín fyrir stórleikinn á Anfield í dag. Manchester United getur náð sex stiga forskoti á Arsenal með sigri og stigið stórt skref í því að vinna nítjánda meistaratitilinn og bæta met sitt og Liverpool.

Roy Hodgson: Ég var óheppinn hjá Liverpool

Roy Hodgson, stjóri West Brom, fagnaði góðum og sjaldgæfum útisigri í Birmingham í gær og tjáði sig síðan um tímann hjá Liverpool í útvarpsviðtali á BBC. Hodgson tók við Liverpool-liðinu í júlí 2010 en entist bara í starfinu fram í janúar eftir að liðið vann aðeins 7 af 20 deildarleikjum undir hans stjórn.

Mancini tileinkaði Kolo Toure sigurinn á Wigan í gær

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, tileinkaði Kolo Toure nauman sigur liðsins á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í gær. Í aðdraganda leiksins kom í ljós að Kolo Toure hafði fallið á lyfjaprófi eftir að hafa stolist í megrunarpillur eiginkonunnar.

Meira undir en stigin þrjú á Anfield í dag

Liverpool fær topplið Manchester United í heimsókn á Anfield í dag í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 13.30 og það má búast við baráttuleik milli þessara tveggja miklu erkifjenda.

Suárez: Mikilvægt fyrir okkur að hvorki Vidic eða Ferdinand séu með

Luis Suarez er tilbúinn í alvöruslag þegar Liverpool tekur á móti Manchester United á Anfield í dag og hann vill helst hafa Andy Carroll við hlið sér í leiknum. Suarez segir að Diego Forlan hafi sagt sér allt um mikilvægi leikja United og Liverpool í hugum allra sem tengjast þessum liðum.

Blatter: Enska sambandið hefði mátt refsa Rooney

Sepp Blatter, forseti FIFA, segir að enska knattspyrnusambandið hefði haft fullan rétt á því að refsa Wayne Rooney fyrir olnbogaskotið sem hann gaf James McCarthy hjá Wigan í leik liðanna um síðustu helgi.

Alfreð skoraði í þriðja leiknum í röð

Alfreð Finnbogason er heldur betur búinn að stimpla sig inn hjá belgíska liðinu Sporting Lokeren en hann skoraði í kvöld í sínum þriðja leik í röð síðan að hann fékk fyrsta tækifærið í byrjunarliðinu. Lokeren vann þá 2-1 heimasigur á Zulte-Waregem.

Orðið vel heitt undir Louis van Gaal hjá Bayern

Það er orðið vel heitt undir Hollendingnum Louis van Gaal sem þjálfar þýska stórliðið Bayern München. Bayern tapaði 3-1 á móti Hannover 96 í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en þetta var þriðja tap liðsins í röð.

Einar með átta mörk í naumu tapi HSG Ahlen-Hamm

Einar Hólmgeirsson átti mjög góðan leik með HSG Ahlen-Hamm í þýska handboltanum í dag en Einar og félagar urðu að sætta sig við naumt tap, 23-24, á móti HBW Balingen-Weilstetten. Öll Íslendingaliðin töpuðu sínum leikjum í dag.

Gennaro Gattuso hetja AC Milan í kvöld

Gennaro Gattuso var skúrkurinn þegar AC Milan tapaði á móti Tottenham í Meistaradeildinni á dögunum en hann var hetja liðsins í 1-0 sigri á Juventus í ítölsku A-deildinni í kvöld.

Keita tryggði Barcelona 1-0 sigur og tíu stiga forskot

Seydou Keita skoraði mikilvægt mark fyrir Barcelona í kvöld þegar liðið vann 1-0 sigur á Real Zaragoza á Nou Camp í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Barcelona náði þar með tíu stiga forskoti á Real Madrid sem á leik inni á morgun á móti Racing Santander á útivelli.

Átta mörk frá Ólafi voru ekki nóg fyrir Rhein-Neckar Löwen

Rhein-Neckar Löwen tapaði óvænt 27-32 á útvelli á móti franska liðinu Chambéry Savoie í síðasta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í dag. THW Kiel hefur því þegar tryggt sér sigur í riðlinum þótt að lærisveinar Alfreðs Gíslasonar spili ekki síðasta leik sinn fyrr en á morgun.

Wenger: Of fullur af ógeði til að tjá mig um dómarann

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, leyndi ekki vonbrigðum sínum eftir markalaust jafntefli á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni en hans mönnum mistókst þar að minnka forskot Manchester United í eitt stig og setja pressu á toppliðið fyrir leikinn á Anfield á morgun.

Wolfsburg steinlá á móti Bayer Leverkusen

Wolfsburg tapaði 3-0 á útivelli á móti Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en þetta var fjórði leikur liðsins undir stjórn þeirra Pierre Littbarski og Eyjólfs Sverrissonar.

Mistök markvarðar Wigan færðu Manchester City þrjú stig

Manchester City vann 1-0 sigur á Wigan í kvöldleiknum í ensku úrvalsdeildinni og styrkti stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar, sjö stigum eftir toppliði Manchester United og fjórum stigum á eftir Arsenal sem er í 2. sætinu. City er nú með fimm stigum meira en Chelsea sem er í fjórða sætinu.

Brynja með fjórtán mörk í sigri HK í Garðabænum

Brynja Magnúsdóttir átti stórleik og skoraði 14 mörk úr 20 skotum þegar HK vann óvæntan útisigur á Stjörnunni í Garðabæ í N1 deild kvenna í dag. Þetta var fjórði sigur HK-stelpna í röð og þær eiga enn smá möguleika á því að komast í úrslitakeppnina.

Logi leiddi endurkomu Solna

Logi Gunnarsson skoraði 14 af 24 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Solna Vikings vann 68-62 útisigur á Södertälje Kings í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

Snorri Steinn markahæstur í útisigri AG í Arósum

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 7 mörk fyrir AG Kaupmannahöfn sem vann 30-24 útisigur á Århus Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. AG er með þrettán stiga forskot á Århus á toppnum og var búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir leikinn.

Naumur sigur Fylkisstelpna á Haukum

Fylkir vann nauman en mikilvægan 22-21 sigur á Haukum í N1 deild kvenna í handbolta í dag en leikið var í Fylkishöllinni. Fylkir náði þar með þriggja stiga forskoti á íBV í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.

Hermann skoraði sigurmark Portsmouth

Hermann Hreiðarsson tryggði Portsmouth 1-0 sigur á Sheffield United í ensku b-deildinni í dag og sá til þess að liðið hoppaði upp í ellefta sæti deildarinnar. Þetta var sjötti sigurleikur liðsins liðsins í röð.

Arsenal náði bara markalausu jafntefli á móti Sunderland

Arsenal tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í dag þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli á heimavelli á móti Sunderland. Arsenal átti möguleika á að minnka forskot United í eitt stig með sigri en nú getur United náð sex stiga forskoti með sigri á Liverpool á morgun.

Leikur Hoffenheim hrundi eftir að Gylfi var tekinn útaf

Gylfi Þór Sigurðsson var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu hjá Hoffenheim síðan 5. febrúar þegar liðið tapaði 0-2 á útivelli á móti botnliði Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Leikur Hoffenheim hrundi eftir að Gylfi var tekinn útaf rúmum hálftíma fyrir leikslok.

Kenny Dalglish: Þetta snýst ekki allt bara um Rooney

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, segir að sýnir menn geti ekki leyft sér að leggja alla áherslu á það að stoppa Wayne Rooney í stórleiknum á móti Manchester United á morgun. Rooney hefur fundið skotskóna sína í síðustu leikjum og hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm deildarleikjum sínum.

ÍR með fjögur mörk og sigur gegn Stjörnunni

ÍR vann 4-3 sigur á Pepsi-deildarliði Stjörnunnar í Lengjubikar karla í fótbolta í dag en leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi. Árni Freyr Guðnason tryggði ÍR-ingum sigurinn úr vítaspyrnu í uppbótartíma effir að Stjarnan hafði verið 3-2 yfir þegar fimm mínútur voru eftir.

Fréttatíminn: Launahæstu KR-ingarnir lækka í launum

Fréttatíminn sagði frá því að átta launahæstu leikmenn KR-liðsins í Pepsi-deild karla í fótbolta hafi samþykkt beiðni stjórnarinnar um að lækka föst laun sín um tíu prósent og breyta þeim í árangurstengdar greiðslur.

Bikarmeistararnir komust ekki til Eyja

Leik ÍBV og Fram í N1 deild kvenna í handbolta sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað þangað til á morgun. Nýkrýndir bikarmeistarar Framara komust ekki til Vestmannaeyjar vegna ófærðar og því varð að fresta leiknum um sólarhring.

Birmingham tapaði 1-3 fyrir WBA á heimavelli

Nýkrýndir deildarbikarmeistarar Birmingham voru skotnir niður á jörðina þegar þeir töpuðu 1-3 á heimavelli á móti West Bromwich Albion í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsti leikur Birmingham eftir sigurinn á Arsenal á Wembley í úrslitaleik enska deildarbikarsins á sunnudaginn og tapið getur verið þeim dýrkeypt í harðri fallbaráttu deildarinnar.

Grétar Rafn byrjar en Eiður Smári er á bekknum

Grétar Rafn Steinsson er í byrjunarliði Bolton sem tekur á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15.00 en Eiður Smári Guðjohnsen er áfram á bekknum hjá Fulham sem tekur á móti Blackburn Rovers á sama tíma.

Nasri: Arsenal verður enskur meistari

Samir Nasri, franski miðjumaðurinn hjá Arsenal, telur að Arsenal sé í dag það lið sem eigi mesta möguleikana á því að verða enskur meistari í vor og ástæðan sé sú að liðið eigi eftir léttustu leikjadagskrána. Arsenal getur minnkað forskot Manchester United í eitt stig með sigri á Sunderland í dag.

FIFA búið að banna hálsböndin

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur ákveðið að banna nýjasta tískufyrirbærið í enska boltanum því hálsböndin, kölluð "snoods" upp á enska tungu, verða bönnuð frá og með 1. júlí í sumar.

Cesc og Song á góðri leið - ættu að ná Barcelona-leiknum

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, færði stuðningsmönnum sínum jákvæðar fréttir á blaðamannafundi þegar hann taldi líkur á því að bæði Cesc Fabregas og Alex Song verði orðnir góðir af meiðslum sínum fyrir seinni leikinn á móti Barcelona í Meistaradeildinni.

Yaya Toure kemur til varnar bróður sínum

Yaya Toure, bróðir og liðsfélagi Kolo Toure hjá Manchester City, hefur tjáð sig um það að Kolo Toure hafi fallið á lyfjprófi. Yaya Toure segir að bróður sinn sé heill á geðsmunum og hafi því ekki tekið nein ólögleg lyf.

Scott Parker og Arsene Wenger valdir bestir í febrúar

Scott Parker, miðjumaður West Ham og Arsene Wenger, stjóri Arsenal, voru gær valdir besti leikmaðurinn og besti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni í febrúar en það er sérstök nefnd á vegum deildarinnar sem ákveður hverjir hljóta þessi mánaðarlegu verðlaun.

NBA: San Antonio vann 30 stiga sigur á Miami

San Antonio Spurs fór illa með stjörnurnar í Miami Heat í 125-95 sigri í NBA-deildinni í nótt og sýndi enn á ný að það er engin tilviljun að Spurs-liðið er með besta árangurinn í deildinni. Chicago Bulls vann Orlando, Boston og Lakers unnu sína leiki en New York Knicks tapaði hinsvegar fyrir Cleveland í annað skiptið á stuttum tíma.

Katrín jafnaði met Rúnars

Katrín Jónsdóttir jafnaði í gær met Rúnars Kristinssonar er hún lék sinn 104. A-landsleik þegar Ísland vann Kína, 2-1, á Algarve Cup. Rúnar lék á sínum tíma jafn marga leiki með A-landsliði karla. Hún getur bætt metið þegar að Ísland mætir Danmörku á mánudaginn.

Ætla að vera áfram í Þýskalandi

Eftir sex góð ár hjá TuS N-Lübbecke er hornamaðurinn knái Þórir Ólafsson á förum frá liðinu. Honum var tjáð af stjórnarmanni félagsins að hann fengi ekki nýjan samning hjá félaginu þar sem hann hefur verið fyrirliði síðustu tvö ár.

Mourinho ómeiddur eftir hnífaárás

Maður vopnaður hnífi er sagður hafa ráðist að Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Real Madrid, á flugvelli á Spáni í síðustu viku.

Spjaldaglaðasti dómari HM-sögunnar fyrirlesari hjá íslenskum dómurum

Um helgina fer fram árleg landsdómararáðstefna sem er hluti af undirbúningi dómara fyrir komandi keppnistímabil í fótboltanum. Dómarar hafa verið við æfingar frá því 1. nóvember undir stjórn Egils Eiðssonar en auk þess hafa kennarar og nemendur úr Háskólanum í Reykjavík komið að undirbúningnum með einum eða öðrum hætti. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Dortmund enn á sigurbraut

Michael Rensing átti stórleik í marki Köln í kvöld en náði þó ekki að koma í veg fyrir enn einn sigur Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni.

Ingi Þór: Vorum alltaf skrefinu á eftir þeim

"Við vorum strax tveimur skrefum á eftir þeim,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í kvöld. Snæfellingar voru teknir í bakaríið í kvöld þegar Stjarnan sigraði þá örugglega 94-80 í 20. umferð Iceland-Express deild karla.

Teitur: Besti leikurinn okkar á tímabilinu

"Þessi sigur var aldrei í hættu og líklega besti leikur okkar á tímabilinu,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, kampakátur eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan bar sigur úr býtum gegn Íslandsmeisturum Snæfells, 94-80, í 20. umferð Iceland-Express deild karla í kvöld.

Umfjöllun: Stjarnan tók Snæfell í kennslustund

Stjarnan vann frábæran sigur gegn Snæfell, 94-80, í Iceland-Exrpess deild karla í kvöld en leikurinn var hluti af 20.umferð Iceland-Express deild karla. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leikinn og því var sigurinn aldrei í hættu. Justin Shouse og Renato Lindmets voru frábærir fyrir Stjörnuna.

Sjá næstu 50 fréttir