Fleiri fréttir

Íslandi dugar jafntefli gegn Dönum

Svíar unnu í dag 3-1 sigur á Dönum á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Þar með er ljóst að íslenska landsliðinu mun duga jafntefli gegn Dönum í lokaumferð B-riðils á mánudaginn til að komast í sjálfan úrslitaleik mótsins.

Ancelotti búinn að ræða við Roma

Fyrrum félagi Carlo Ancelotti hjá ítalska landsliðinu, Ruggerio Rizzitelli, heldur því fram í dag að Ancelotti sé þegar búinn að ræða við forráðamenn Roma um þann möguleika að taka við liðinu.

Margrét Lára með tvö mörk í glæsilegum sigri á Kína

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið sem vann 2-1 sigur á Kína í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Líkt og í sigrinum á Svíum á miðvikudaginn þá lenti íslenska liðið undir en kom til baka og tryggði sér frábæran sigur.

Carroll kostaði eina milljón árið 2009

Andy Carroll, framherji Liverpool, er dýrasti leikmaður Bretlandseyja en Liverpool keypti hann á 35 milljónir punda. Ef Liverpool hefði haft trú á honum fyrir einu og hálfu ári síðan hefði félagið sparað sér 34 milljónir punda.

Brawn segir Mercedes um sekúndu á eftir toppbílunum

Ross Brawn, yfirmaður Mercedes Formúlu 1 liðsins telur að bílar liðsins séu um sekúndu lakari í hverjum eknum hring, en toppbílarnir, en keppnislið hafa æft á Spáni á árinu og lið hafa því fengið samanburð. Brawn sagði þetta í frétt á BBC Sport.

Ferguson ætlar að áfrýja

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er allt annað en sáttur við kæru enska knattspyrnumsabandsins um óviðeigandi hegðun eftir leik liðsins gegn Chelsea.

Mancini: Mario hlustar ekkert á mig

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, er orðinn þreyttur á því að ná ekki til Mario Balotelli sem gengur illa að hlýða fyrirmælum hjá City alveg eins og var upp á teningnum undir stjórn Jose Mourinho hjá Inter Milan.

Guðlaugs-áhrifin greinileg á gengi Hibernian

Guðlaugur Victor Pálsson hefur slegið í gegn með skoska liðinu Hibernian en hann kom þangað frá Liverpool í janúarglugganum. Þórður Már Sigfússon á fótbolti.net hefur tekið saman ótrúlega breytingu á gengi Hibs-liðsins síðan að íslenski 21 árs landsliðsmaðurinn mætti á staðinn.

Cantona: Karatesparkið var hápunkturinn á ferlinum

Eric Cantona er einn dáðasti leikmaður allra tíma hjá stuðningsmönnum Manchester United og afrek hans á fótboltavellinum voru stórkostleg. Cantona gerði einnig margt sem var frekar vafasamt og þar má nefna árás hans á stuðningsmann Crystal Palace árið 1995. Cantona fékk langt keppnisbann í kjölfarið en hann segist ekki sjá eftir neinu og hinn litríki persónuleiki segir að "karatesparkið“ sé einn af hápunktum hans á ferlinum.

Litlar líkur á að Bale verði með í seinni leiknum við AC Milan

Tottenham-menn eru nánast búnir að gefa upp alla von að Gareth Bale verði með í seinni leiknum á móti ítalska liðinu AC Milan í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Bale hefur ekki spilað síðan að hann fór meiddur af velli eftir níu mínútur í leik á móti Newcastle United í janúar.

Tröllatroðsla í túrbóútgáfu - myndband

Fjölnismaðurinn Brandon Brown hefur byrjað frábærlega með Grafarvogsliðinu í Iceland Express deild karla í körfubolta en hann er með 24,5 stig og 12,5 fráköst að meðaltali í tveimur fyrstu leikjum sínum sem hafa báðir unnist.

Sigurður Ragnar gerir þrjár breytingar fyrir Kínaleikinn

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Kínverjum í Algarve-bikarnum í dag en hann gerir þrjár breytingar á liðinu sem vann 2-1 sigur á Svíum í fyrsta leiknum á miðvikudaginn.

Sir Alex Ferguson neitar núna að tala við MUTV

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er þekktur fyrir að loka á fjölmiðla ef hann er ekki ánægður með umfjöllun þeirra en nú hefur hann stigið einu skrefi lengra og neitað að fara í viðtöl hjá MUTV, sjónvarpsstöð Manchester United.

NBA: Miami missti niður 24 stiga forskot í tapi gegn Orlando

Orlando Magic vann 99-96 útisigur á Miami Heat í nágrannaslag Flórídaliðanna í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem Miami er með 22 stiga eða meiri forystu en tapar því niður og jafnframt enn einn stórleikurinn sem liðið tapar.

Myndasyrpa úr leik KR og Grindavíkur

Grindavík vann í gær nauman eins stigs sigur á KR í Iceland Express-deild karla. Þar með náðu Grindvíkingar að hefna fyrir tapið í bikarúrslitunum.

Real Madrid slátraði Malaga

Cristiano Ronaldo skoraði þrennu er Real Madrid fór hamförum gegn Malaga í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld og vann 7-0 sigur.

Óskar: Skandall að nýta ekki markvörsluna

Óskar Bjarni Óskarsson segir að markvarsla Hlyns Morthens hafi átt að koma liðinu í góða stöðu. Sókn liðsins hafi bara verið svo léleg að það gekk ekki eftir.

Kolo Toure féll á lyfjaprófi

Kolo Toure hefur verið settur í keppnisbann eftir að hann féll á lyfjaprófi. Þetta var tilkynnt á heimasíðu Manchester City í dag.

Matthías farinn frá Colchester

Matthías Vilhjálmsson hefur verið kallaður aftur heim af FH-ingum eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins.

Newcastle vill fá Riise

Svo gæti farið að Norðmaðurinn John Arne Riise verði kominn aftur í enska boltann á næstu leiktíð.

Formaður Víkings: Nokkrar ástæður fyrir þessu

Björn Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, vildi ekki tilgreina með nákvæmum hætti þær ástæður sem lágu að baki þeirrar ákvörðunar að reka Leif Garðarsson, þjálfara meistaraflokks karla.

Leifur rekinn frá Víkingi

Knattspyrnudeild Víkings sleit í dag samstarfi við þjálfara liðsins, Leif Sigfinn Garðarsson. Við starfi hans tekur Ólafur Ólafsson aðstoðarþjálfari tímabundið meðan leitað er að nýjum þjálfara.

Lampard viðurkennir ofsaakstur

Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, hefur játað sig sekan af því að hafa ekið allt of hratt í mars síðastliðnum.

Ferguson kærður fyrir ummæli

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, fyrir ummæli sem hann lét falla um Martin Atkinson knattspyrnudómara.

Dwight Howard og LaMarcus Aldridge valdir bestir í febrúar

Dwight Howard, miðherji Orlando Magic, og LaMarcus Aldridge, kraftframherji Portland Trail Blazers, voru valdir bestu leikmenn febrúarmánaðar í NBA-deildinni í körfubolta, Howard í Austurdeildinni og Aldridge í Vesturdeildinni.

Dalglish vill ekkert segja um Carroll

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, vill ekkert láta hafa eftir sér um það hvort Andy Carroll verði með á móti Manchester United á sunnudaginn eða hvort að Liverpool-stuðningsmenn þurfi að bíða lengur eftir að hann leiki sinn fyrsta leik fyrir félagið.

Arsene Wenger: Enska úrvalsdeildin er í forgangi

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gladdist yfir tapi Manchester United á móti Chelsea því það hjálpar hans mönnum í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. United er með fjögurra stiga forskot á Arsenal en Arsenal-menn eiga leik inni.

Pep Guardiola lagður inn á spítala

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, var lagður inn á spítala í gærkvöldi eftir 1-0 sigur Barcelona á Valencia í spænsku deildinni. Barcelona náði tíu stiga forskoti á toppnum með þessum sigri.

Sjá næstu 50 fréttir