Handbolti

Einar með átta mörk í naumu tapi HSG Ahlen-Hamm

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Hólmgeirsson.
Einar Hólmgeirsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Einar Hólmgeirsson átti mjög góðan leik með HSG Ahlen-Hamm í þýska handboltanum í dag en Einar og félagar urðu að sætta sig við naumt tap, 23-24, á móti HBW Balingen-Weilstetten. Öll Íslendingaliðin töpuðu sínum leikjum í dag.

Einar skoraði átta mörk fyrir HSG Ahlen-Hamm í leiknum þar á meðal minnkaði hann muninn í 24-23 þegar rúm mínúta var til leiksloka. Einar var mjög ógnandi á lokamínútunum en það dugði ekki til í harðri baráttu Ahlen-Hamm fyrir lífi sínu í deildinni.

Sigurbergur Sveinsson skoraði 7 mörk fyrir Hannover-Burgdorf sem tapaði 27-35 á útivelli á móti VfL Gummersbach. Hannes Jón Jónsson skoraði 2 mörk og Vignir Svavarsson var með eitt mark en Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað.

Kári Kristjánsson skoraði 3 mörk fyrir HSG Wetzlar sem tapaði 26-35 fyrir TBV Lemgo á útivelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×