NBA: Þríframlengt í London þegar New Jersey vann aftur Toronto Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2011 11:00 Deron Williams og Sasha Vujacic. Mynd/AP NBA-liðin New Jersey Nets og Toronto Raptors buðu upp á mikla skemmtun í seinni leik sínum í London í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Nets vann að lokum eins stigs sigur, 137-136, eftir þrjár framlengingar. Travis Outlaw (14 stig) skoraði síðustu átta stigin fyrir New Jersey Nets í leiknum og tryggði sínum mönnum sigurinn. Fjórum sinnum mistókst leikmönnum liðanna að skora flautukörfu og tryggja sínu liði sigur. Brook Lopez var með 34 stig, 14 fráköst og 8 varin skot hjá Nets og Deron Williams var með 21 stig og 18 stoðsendingar. Hjá Toronto var Andrea Bargnani stigahæstur með 35 stig og 12 fráköst en DeMar DeRozan skoraði 30 stig. New Jersey Nets vann báða leiki liðanna í London og enginn kunni betur við sig en Kris Humphries. Humphries var með 20 stig og 17 fráköst í seinni leiknum og hafði verið með 18 stig og 17 fráköst í þeim fyrri. Ekki slæmar tölur fyrir mann sem er með 9,4 stig og 9.6 fráköst að meðaltali í leik.Mynd/APAl Jefferson skoraði 27 stig og Raja Bell (16 stig) var með tvær mikilvægar körfur og einn stolinn bolta á úrslitastundu þegar Utah Jazz vann 109-102 sigur á Sacramento Kings í framlengdum leik. Paul Millsap meiddist á hné í leiknum en Utah náði engu að síður að enda sjö leikja taphrinu á heimavelli. Ty Corbin, eftirmaður Jerry Sloan hjá Utah, vann því loksins sigur í Salt Lake City. DeMarcus Cousins var með 18 stig og 18 fráköst hjá Sacramento. LaMarcus Aldridge var með 26 stig í auðveldum 93-69 heimasigri Portland Trail Blazers á Charlotte Bobcats. Gerald Henderson skoraði 16 stig fyrir Charlotte-liðið sem er búið að tapa fjórum leikjum í röð. Nýliðinn John Wall var með 18 stig og 11 fráköst þegar Washington Wizards vann 103-96 sigur á Minnesota Timberwolves þrátt fyrir að Kevin Love væri með 20 stig og 21 frákast. Þetta var þriðji 20-20 leikur Love í röð, sá ellefti á tímabilinu og jafnframt fimmtugasta tvenna hans í röð.Mynd/APKevin Martin skoraði 20 stig og þeir Chase Budinger og Kyle Lowry voru með 18 stig hvor þegar Houston Rockets vann 112-95 sigur á Indiana Pacers. Houston er búið að vinna sex af síðustu sjö leikjum sínum og ætla sér greinilega inn í úrslitakeppnina. Tyler Hansbrough skoraði mest 17 stig fyrir Indiana-liðið sem hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Blake Griffin var einni stoðsendingu frá þrennunni þegar Los Angeles Clippers vann 100-94 sigur á Denver Nuggets. Blake endaði með 18 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar. Eric Bledsoe var með 15 af 20 stigum sínum í lokaleikhlutanum og nýi leikstjórnandinn Mo Williams var með 17 stig. Nene var atkvæðamestur hjá Denver með 25 stig og 14 fráköst. Clippers-liðið vann aðeins 2 af 14 leikjum sínum í febrúar en hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í mars. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APNew Jersey Nets-Toronto Raptors 137-136 (þríframlengt) Washington Wizards-Minnesota Timberwolves 103-96 Houston Rockets-Indiana Pacers 112-95 Utah Jazz-Sacramento Kings 109-102 (framlengt) Portland Trail Blazers-Charlotte Bobcats 93-69 Los Angeles Clippers-Denver Nuggets 100-94 NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
NBA-liðin New Jersey Nets og Toronto Raptors buðu upp á mikla skemmtun í seinni leik sínum í London í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Nets vann að lokum eins stigs sigur, 137-136, eftir þrjár framlengingar. Travis Outlaw (14 stig) skoraði síðustu átta stigin fyrir New Jersey Nets í leiknum og tryggði sínum mönnum sigurinn. Fjórum sinnum mistókst leikmönnum liðanna að skora flautukörfu og tryggja sínu liði sigur. Brook Lopez var með 34 stig, 14 fráköst og 8 varin skot hjá Nets og Deron Williams var með 21 stig og 18 stoðsendingar. Hjá Toronto var Andrea Bargnani stigahæstur með 35 stig og 12 fráköst en DeMar DeRozan skoraði 30 stig. New Jersey Nets vann báða leiki liðanna í London og enginn kunni betur við sig en Kris Humphries. Humphries var með 20 stig og 17 fráköst í seinni leiknum og hafði verið með 18 stig og 17 fráköst í þeim fyrri. Ekki slæmar tölur fyrir mann sem er með 9,4 stig og 9.6 fráköst að meðaltali í leik.Mynd/APAl Jefferson skoraði 27 stig og Raja Bell (16 stig) var með tvær mikilvægar körfur og einn stolinn bolta á úrslitastundu þegar Utah Jazz vann 109-102 sigur á Sacramento Kings í framlengdum leik. Paul Millsap meiddist á hné í leiknum en Utah náði engu að síður að enda sjö leikja taphrinu á heimavelli. Ty Corbin, eftirmaður Jerry Sloan hjá Utah, vann því loksins sigur í Salt Lake City. DeMarcus Cousins var með 18 stig og 18 fráköst hjá Sacramento. LaMarcus Aldridge var með 26 stig í auðveldum 93-69 heimasigri Portland Trail Blazers á Charlotte Bobcats. Gerald Henderson skoraði 16 stig fyrir Charlotte-liðið sem er búið að tapa fjórum leikjum í röð. Nýliðinn John Wall var með 18 stig og 11 fráköst þegar Washington Wizards vann 103-96 sigur á Minnesota Timberwolves þrátt fyrir að Kevin Love væri með 20 stig og 21 frákast. Þetta var þriðji 20-20 leikur Love í röð, sá ellefti á tímabilinu og jafnframt fimmtugasta tvenna hans í röð.Mynd/APKevin Martin skoraði 20 stig og þeir Chase Budinger og Kyle Lowry voru með 18 stig hvor þegar Houston Rockets vann 112-95 sigur á Indiana Pacers. Houston er búið að vinna sex af síðustu sjö leikjum sínum og ætla sér greinilega inn í úrslitakeppnina. Tyler Hansbrough skoraði mest 17 stig fyrir Indiana-liðið sem hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Blake Griffin var einni stoðsendingu frá þrennunni þegar Los Angeles Clippers vann 100-94 sigur á Denver Nuggets. Blake endaði með 18 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar. Eric Bledsoe var með 15 af 20 stigum sínum í lokaleikhlutanum og nýi leikstjórnandinn Mo Williams var með 17 stig. Nene var atkvæðamestur hjá Denver með 25 stig og 14 fráköst. Clippers-liðið vann aðeins 2 af 14 leikjum sínum í febrúar en hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í mars. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APNew Jersey Nets-Toronto Raptors 137-136 (þríframlengt) Washington Wizards-Minnesota Timberwolves 103-96 Houston Rockets-Indiana Pacers 112-95 Utah Jazz-Sacramento Kings 109-102 (framlengt) Portland Trail Blazers-Charlotte Bobcats 93-69 Los Angeles Clippers-Denver Nuggets 100-94
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira