Fleiri fréttir

Kuyt: Dómarinn var hliðhollur þeim

„Við erum reiðir því við vorum svo nálægt þessu," sagði Dirk Kuyt, leikmaður Hollands, eftir tapið í úrslitaleiknum gegn Spáni í kvöld.

Nýja-Sjáland eina liðið sem tapaði ekki leik á HM

Landslið Nýja-Sjálands var eina liðið á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku sem tapaði ekki leik á mótinu. Þetta var ljóst eftir að Holland beið lægri hlut fyrir Spáni í úrslitaleiknum í kvöld.

Diego Forlan besti leikmaður HM

Úrúgvæski sóknarmaðurinn Diego Forlan fór hreinlega á kostum á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku. Frammistaða hans skilaði honum gullknettinum, hann var valinn besti leikmaður mótsins af fjölmiðlamönnum.

Del Bosque: Allur leikmannahópurinn á þennan titil

"Þetta var erfiður leikur en við eigum stórkostlega leikmenn sem vissu hvernig átti að bregðast við vandamálunum sem upp komu," sagði Vicente del Bosque, þjálfari Spánverja. Hann stýrði liðinu til heimsmeistaratitilsins í kvöld.

Tíu milljónir horfðu á ákvörðun LeBron James

Tæplega tíu milljónir manna horfðu á "The Decision" - "Ákvörðunina" þar sem LeBron James tilkynnti að hann hefði ákveðið að ganga í raðir Miami Heat. Það er þriðja mesta áhorf á sjónvarpsþátt á þessu ári.

Iniesta tryggði Spáni sinn fyrsta heimsmeistaratitil

Spánverjar eru heimsmeistarar í fótbolta. Þeir tryggðu sér titilinn með sigri á Hollandi í úrslitaleik í Jóhannesarborg 1-0. Eina markið kom þegar um fimm mínútur voru eftir af framlengingu.

Webber: Réttlætinu fullnægt með sigrinum

Mark Webber hjá Red Bull var ánægður að vinna Formúlu 1 mótið á Silverstone, þrátt fyrir að honum finndist liðið mismuna sér fyrir tímatökuna í gær.

Jimmy Jump hljóp inn á völlinn

Sprelligosinn Jimmy Jump er ótrúlega klókur að koma sér framhjá öryggisvörðum á hinum ýmsu stórviðburðum. Í gegnum árin hefur hann truflað fjölda stórra fótboltaleikja.

Mandela er í stúkunni

Nelson Mandela hefur haft hægt um sig á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku en hann er meðal áhorfenda á úrslitaleiknum milli Hollands og Spánar sem nú stendur yfir.

Árangurinn kom þjálfara Úrúgvæ á óvart

Oscar Tabarez, þjálfari Úrúgvæ, reyndi að líta á björtu hliðarnar eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær. Hann er ánægður með mótið heilt yfir og segir að liðið geti byggt á árangrinum í framtíðinni.

Webb besti dómari sem England hefur átt

Þó Englendingar hafi ekki náð að uppfylla þann draum að komast í úrslitaleik HM í ár eiga þeir þó sína fulltrúa þar. Enskt dómaratríó með Howard Webb í fararbroddi sér um að dæma leikinn.

Holland - Spánn: Byrjunarliðin

Byrjunarliðin hafa verið opinberuð fyrir úrslitaleik heimsmeistaramótsins sem Howard Webb flautar á klukkan 18:30.

Víkingur á toppinn - Þór skoraði sex mörk gegn HK

Tveir leikir voru í 1. deild karla í dag. Víkingur vann 2-0 sigur gegn KA á heimavelli þar sem Helgi Sigurðsson skoraði bæði mörkin og þá vann Þór Akureyri sigur á HK í níu marka leik fyrir norðan, 6-3.

Etherington skrifar undir hjá Stoke

Matthew Etherington hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við Stoke. Það verður því ekkert að því að hann færi sig upp á skaftið og fari í stærra félag í deildinni.

Webber vann eftir að hafa verið móðgaður

Ástralinn Mark Webber sem býr í Englandi vann sætan sigur á Silverstone í dag, eftir hafa að hafa skákað liðsfélaga sínum Sebastian Vettel og heimamanninum Lewis Hamilton hjá McLaren.

Van Persie: Wenger hefur ofurtrú á mér

Robin van Persie, leikmaður Hollands, notaði tækifærið í viðtali fyrir úrslitaleikinn til að þakka Arsene Wenger, knattspyrnustjóra sínum hjá Arsenal.

Sneijder vill fara til Man Utd

„Wesley vill spila fyrir Manchester United og ætti að láta draum sinn rætast,“ segir fjölskyldumeðlimur Hollendingsins Wesley Sneijder í samtali við The Daily Star.

Casillas: Auðvitað erum við stressaðir

Iker Casillas segir að spænska landsliðið hafi verið stressað alveg frá upphafi mótsins. Það tapaði fyrsta leiknum gegn Sviss en hefur leikið betur og betur með hverjum leik.

Sepp Blatter ánægður með allt á HM

Sepp Blatter, forseti FIFA, er virkilega ánægður með framkvæmd heimsmeistaramótsins. Hann er líka í afneitun yfir allri gagnrýninni sem snýr meðal annars af mörgum auðum sætum og gæði fótboltans.

FIFA pressar á Mandela að koma í kvöld

Goðsögnin í Suður-Afríku, Nelson Mandela, hefur verið beittur pressu til að hann komi á úrslitaleikinn í kvöld. Hann er frægasti maður landsins og tákn þess. FIFA vill sjá hann á leiknum.

Leið Hollands og Spánar í úrslitin

Hollendingar og Spánverjar spila til úrslita um sjálfan heimsmeistaratitilinn í kvöld. Leið þjóðanna í úrslitin er ansi misjöfn, hún er rakin hér.

Þjóðverjar þriðju - Myndir

Þjóðverjar tryggðu sér bronsið á HM í fótbolta í kvöld með sigri á Úrúgvæ. Leikurinn var frábær skemmtun og lauk með 3-2 sigri.

Klose verður 36 ára á HM 2014

MIroslav Klose sat á bekknum í allt kvöld þegar Þjóðverjar tryggðu sér þriðja sætið á HM. Hann náði því ekki að jafna markamet Ronaldo í kvöld.

Khedira: Framtíðin er björt

Þýska liðið sem tryggði sér bronsið á HM í dag er ungt að árum. Það á framtíðina fyrir sér og er líklegt til afreka bæði á EM 2012 og á HM 2014. Sami Khedira horfir fram á bjarta framtíð.

Busquets lætur ránið ekkert trufla sig

Sergio Busquets segir að einbeiting sín sé ekki eyðilögð þrátt fyrir að vera rændur á hóteli spænska liðsins í vikunni. Hann og Pedro voru rændur, um 1300 pundum var stolið af þeim ásamt skjölum og fleira.

Sex Íslendingar léku í sigri Viking á Stabæk

Viking skoraði þrjú mörk á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik og tryggði sér 3-2 sigur í íslendingaslag dagsins í norska boltanum gegn Stabæk. Sex Íslendingar komu við sögu.

Vettel: Erum dálítið brjálaðir

Sebastian Vettel náði besta tíma í tímatökum á Silverstone brautinni í dag, en einhver áhöld er um að hann hafi fengið betri framvæng á bíl sinn en Mark Webber af því liðið tekur hann framyfir Webber.

Blatter vill ekki mörk fyrir að verja á línu

Sepp Blatter, forseta FIFA, hugnast ekki að lið fái mörk ef andstæðingur þess ver viljandi á marklínunni með hendi. Þessi hugmynd kom fram eftir hendina hjá Luis Suarez gegn Gana

Úrúgvæ ætlar að sigrast á kolkrabbanum Paul

Úrúgvæjar eru staðráðnir i því að aflétta álögum kolkrabbans Paul. Hinn sannspái kolkrabbi veðjaði á Þjóðverja fyrir leikinn um þriðja sætið í gær og hefur giskað rétt á alla leiki Þjóðverja á HM til þessa.

Umfjöllun: Þolinmæðissigur Leiknis í ausandi rigningu

Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla með baráttusigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknum leik með 1-0 sigri þar sem Brynjar Benediktsson skoraði eina markið og kórónaði þar með leik sinn í dag.

Sjá næstu 50 fréttir