Íslenski boltinn

Víkingur á toppinn - Þór skoraði sex mörk gegn HK

Elvar Geir Magnússon skrifar
Helgi Sigurðsson skoraði bæði mörk Víkings.
Helgi Sigurðsson skoraði bæði mörk Víkings.

Tveir leikir voru í 1. deild karla í dag. Víkingur vann 2-0 sigur gegn KA á heimavelli þar sem Helgi Sigurðsson skoraði bæði mörkin og þá vann Þór Akureyri sigur á HK í níu marka leik fyrir norðan, 6-3.

Víkingar komust með sigri sínum upp í efsta sætið á fleiri skoruðum mörkum en Leiknir. Bæði lið hafa 22 stig á toppnum. Gengi KA hefur verið mjög dapurt, liðið er í vondum málum í fallsæti.

Þórsarar eru í þriðja sæti, stigi á eftir Víkingum og Leiknismönnum. HK-ingar eru með 12 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×