Fótbolti

Ronaldo hrósar Klose - Ekki á móti því að hann nái metinu sínu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Ronaldo, til hægri, hefur aðeins bætt á sig frá því hann raðaði inn mörkum á HM.
Ronaldo, til hægri, hefur aðeins bætt á sig frá því hann raðaði inn mörkum á HM. AFP
Ronaldo hrósar Miroslav Klose í hástert en Þjóðverjinn er aðeins einu marki frá því að jafna markamet Brasilíumannsins. Ronaldo er með fimmtán mörk en Klose fjórtán.

Meiðsli komu í veg fyrir að Klose tæki þátt í leiknum gegn Úrúgvæ um þriðja sætið.

"Ég óska Klose til hamingju, að skora fjórtán mörk í lokakeppni HM er frábært," sagði Ronaldo.

"Ég er alls ekki á móti því að hann nái metinu mínu. Ég er búinn að skrifa mína sögu. Það er komið að öðrum að skrifa sína," sagði framherjinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×