Enski boltinn

Sneijder vill fara til Man Utd

Elvar Geir Magnússon skrifar
Wesley Sneijder, leikmaður Inter.
Wesley Sneijder, leikmaður Inter.

„Wesley vill spila fyrir Manchester United og ætti að láta draum sinn rætast," segir fjölskyldumeðlimur Hollendingsins Wesley Sneijder í samtali við The Daily Star.

Sneijder hefur farið á kostum með Hollandi á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku og fréttir borist af áhuga Manchester United á leikmanninum.

Sneijder varð þrefaldur meistari með Inter á Ítalíu síðasta vetur og getur bætt við öðrum verðlaunapeningi í kvöld þegar hann verður í eldlínunni á úrslitaleik HM. „Hann varð fyrir miklum vonbrigðum með að hafa ekki átt þann kost að fara til United þegar hann yfirgaf Real Madrid fyrir rúmu ári," er haft eftir fjölskyldumeðlimnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×