Torres nánast eina spurningamerkið fyrir byrjunarliðin í kvöld Hjalti Þór Hreinsson skrifar 11. júlí 2010 11:00 AFP Mun auðveldarar er að spá fyrir um byrjunarlið Hollendinga í stórleiknum í kvöld heldur en lið Spánverja. Hvorug þjóð á menn í leikbönnum eða við meiðsli að stríða. Hollendingar stilla væntanlega hefðbundið upp, með Martin Stekelenburg í markinu, Gregory van der Wiel, Johnny Heitinga, Joris Mathijsen og Giovani van Bronckhorst í vörninni. Mark van Bommel, Weslei Sneijder og Nigel de Jong verða væntanlega á miðjunni og fremstir þeir Dirk Kuyt, Arjen Robben og Robin van Persie. Aftasta lína Spánar er líklega hefðbundin, Iker Casillas í markinu, Juan Capdevila, Carles Puyol, Gerard Piqué og Sergio Ramos. Xabi Alonso og Serbio Busquets halda væntanlega sínum stöðum sem miðjumenn og Xavi og Andrés Iniesta sömuleiðis. Fremstur verður svo David Villa. Eina spurningin er hvort Fernando Torres komi aftur inn í byrjunarliðið fyrir Pedro. Litlar líkur eru á að Cesc Fabregas byrji þar sem Pedro spilar á kantinum. Ef Torres kemur inn verður hann fremstur og Villa dregur sig út á kantinn. Þá er lið Spánar, eins og stundum áður í keppninni, aðeins skipað eiginlegum miðjumönnum og sóknarmönnum en engum kantmönnum. Torres hefur sýnt að hann er magnaður leikmaður en hefur ekki verið upp á sitt besta á mótinu. Hann hefur ekki enn skorað en knattspyrnuskýrendur í Suður-Afríku eru ekki sammála um það hvort hann byrji leikinn eða ekki. Sumir telja öruggt að hann komi í liðið en aðrir telja það mjög ólíklegt og að Vicente del Bosque haldi sig við sama byrjunarlið og í undanúrslitunum þar sem Torres var á bekknum. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Sjá meira
Mun auðveldarar er að spá fyrir um byrjunarlið Hollendinga í stórleiknum í kvöld heldur en lið Spánverja. Hvorug þjóð á menn í leikbönnum eða við meiðsli að stríða. Hollendingar stilla væntanlega hefðbundið upp, með Martin Stekelenburg í markinu, Gregory van der Wiel, Johnny Heitinga, Joris Mathijsen og Giovani van Bronckhorst í vörninni. Mark van Bommel, Weslei Sneijder og Nigel de Jong verða væntanlega á miðjunni og fremstir þeir Dirk Kuyt, Arjen Robben og Robin van Persie. Aftasta lína Spánar er líklega hefðbundin, Iker Casillas í markinu, Juan Capdevila, Carles Puyol, Gerard Piqué og Sergio Ramos. Xabi Alonso og Serbio Busquets halda væntanlega sínum stöðum sem miðjumenn og Xavi og Andrés Iniesta sömuleiðis. Fremstur verður svo David Villa. Eina spurningin er hvort Fernando Torres komi aftur inn í byrjunarliðið fyrir Pedro. Litlar líkur eru á að Cesc Fabregas byrji þar sem Pedro spilar á kantinum. Ef Torres kemur inn verður hann fremstur og Villa dregur sig út á kantinn. Þá er lið Spánar, eins og stundum áður í keppninni, aðeins skipað eiginlegum miðjumönnum og sóknarmönnum en engum kantmönnum. Torres hefur sýnt að hann er magnaður leikmaður en hefur ekki verið upp á sitt besta á mótinu. Hann hefur ekki enn skorað en knattspyrnuskýrendur í Suður-Afríku eru ekki sammála um það hvort hann byrji leikinn eða ekki. Sumir telja öruggt að hann komi í liðið en aðrir telja það mjög ólíklegt og að Vicente del Bosque haldi sig við sama byrjunarlið og í undanúrslitunum þar sem Torres var á bekknum.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Sjá meira